Hvað gerist þegar vindinn lægir?

Opinn fundur Landsvirkjunar um aflstöðu raforkukerfisins og áhrif á þróun vindorku var haldinn á Reykjavík Natura Hotel við Nauthólsveg fimmtudaginn 2. febrúar kl. 9.

Upptaka af fundinum

Hvað gerist þegar vindinn lægir?

4. febrúar 2023

Tengdar greinar

Hvað gerist þegar vindinn lægir?

Gunnar Guðni Tómasson og Ríkarður Ríkarðsson skrifa um helstu áskoranir í uppbyggingu vindafls.

Umfjöllunarefni

Lesa skýrslu EFLU um afljöfnuð í raforkukerfinu

Ísland er að hefja vegferð á innleiðingu breytilegra orkugjafa, þar á meðal vindorku, sem þarfnast mikils sveigjanleika í raforkukerfinu. Það verður verkefni sem krefst langvarandi samstarfs allra hagaðila.

Á sama tíma er raforkukerfi Íslands að glíma við þrönga aflstöðu og mun gera áfram næstu ár. Á fundinum var kafað ofan í ástæður þess og hvaða áskoranir þessar þrengingar geta valdið.

Sérfræðingar á vegum Landsvirkjunar og EFLU Verkfræðistofu ásamt fleirum ræddu stöðu mála í raforkukerfinu og þær áskoranir sem að því steðja.

Erindi

Glærukynningar frá fundinum
  • Aflið í íslenska raforkukerfinu - Ívar Baldvinsson, sérfræðingur í vinnsluáætlunargerð hjá Landsvirkjun
  • Greining EFLU á horfum í afljöfnuði til 2030 - Kristinn Arnar Ormsson, sérfræðingur í orkumálaráðgjöf hjá EFLU Verkfræðistofu
  • Þróun vindorku á Íslandi og hlutverk stýranlegs vatnsafls - Conor Byrne, viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun

Pallborð

  • Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri, Zephyr Iceland
  • Kolbrún Reinholdsdóttir, teymisstjóri Orkumálaráðgjafar EFLU Verkfræðistofu
  • Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar og tæknisviðs, Landsnet
  • Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri Vatnsafls, Landsvirkjun