Áfram örugg raforka

Þriðjudaginn 23. maí 2023 stóð Viðskiptagreining Landsvirkjunar fyrir opnum raforkumarkaðsfundi í Kaldalóni í Hörpu um raforkuöryggi á Íslandi og þróun markaðsfyrirkomulags viðskipta.

Upptaka af fundinum

Umfjöllunarefni

Hverjar hafa áskoranir síðustu missera verið á raforkumörkuðum hérlendis og erlendis? Hverjar eru horfurnar? Við hittumst og tókum stöðuna á raforkumörkuðum fyrir sumarið.

Með okkur var Martin Bo Hansen frá ráðgjafastofunni Implement. Martin hefur yfirgripsmikla þekkingu á evrópskum raforkumörkuðum og þróun þeirra. Á undanförnum árum hefur Martin einnig unnið að greiningum tengdum íslenska raforkukerfinu, m.a. mögulegri framtíð raforkumarkaðar á Íslandi.

Dagskrá

  • Raforkuöryggi og eiginleikar íslenska kerfisins
    Ívar Baldvinsson, forstöðumaður Vinnsluáætlana hjá Landsvirkjun
  • Áskoranir og lausnir erlendis - erlend þróun að undanförnu
    Martin Bo Hansen, meðeigandi Implement Consulting Group
  • Raforkumarkaðir hérlendis
    Jónas Hlynur Hallgrímsson, forstöðumaður Viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun

Pallborðsumræður

Fundarstjóri: Kolbrún Birna Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Viðskiptagreiningu og þróun markaða

Umræðustjóri: Úlfar Linnet, forstöðumaður hjá Viðskiptaþjónustu

  • Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu
  • Hanna Björg Konráðsdóttir, deildarstjóri raforkueftirlits Orkustofnunar
  • Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku
  • Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vonarskarðs
  • Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku