Eigandastefna Landsvirkjunar vegna Landsvirkjun Power

Núgildandi eigandastefna Landsvirkjunar vegna LV Power var samþykkt af stjórn Landsvirkjunar í janúar 2020.

Tilgangur eigandastefnu

Tilgangur eigandastefnu þessarar er að kveða á um markmið með eignarhaldi LV á LVP og stjórnarhætti LV vegna eignarhaldsins þar sem ákvæðum laga og samþykkta LVP sleppir.

Eigandastefnunni er ætlað að veita gegnsæi og aðhald í stjórnarháttum LV sem eiganda.

Eigandastefna

Eigandastefnan á PDF

Almennt

Samþykktir LVP kveða á um stjórnarhætti og stefnumótun LVP, svo sem tilgang, hlutafé, hluthafafundi, stjórn, framkvæmdastjóra, endurskoðendur, ársreikninga og slit og skipti á félaginu.

Stjórn Landsvirkjunar

Stjórn LV fer með eignarhlut LV í LVP og réttindi honum tengd, svo sem á hluthafafundum félagsins. Í því felst að stjórn LV tekur ákvarðanir um samþykktir á aðalfundum og hluthafafundum LVP. Stjórn LV veitir umboð til að mæta fyrir hönd LV á hluthafafundi í LVP.

Stjórn LV hefur eftirlit með starfsemi LVP, svo sem framkvæmdarstjóra LV í stjórn LVP, á hluthafafundum í LVP og sama háttu og öðrum stjórnarmönnum Landsvirkjunar.

Forstjóri Landsvirkjunar

Samkvæmt 15. gr. samþykkt LVP er starfandi forstjóri LV formaður stjórnar LVP.

Kveðið er á um ábyrgð og skyldur forstjóra LV vegna starfsemi LVP gagnvart stjórn LV í starfsreglum stjórnar LV og starfsreglum forstjóra LV.

Samskipti stjórnar Landsvirkjunar við stjórnendur Landsvirkjunar Power

Forstjóri LV skal í störfum sínum hafa náið samráð við formann stjórnar LV og upplýsa hann um mikilvæg mál er varða LVP.

Samskipti stjórnar LV við stjórn LVP fara fram í gegnum forstjóra LV á fundum stjórnar LV og skulu bókuð í fundargerð stjórnar LV. Einstökum stjórnarformönnum LV er óheimilt að afla upplýsinga beint frá stjórnendum eða starfsmönnum LVP í krafti stjórnarsetu sinnar.

Ákvæði þetta kemur ekki í veg fyrir að einstakir stjórnarmeinn LVP leiti til stjórnar LV að þeirra eigin frumkvæði. Formaður stjórnar LV tekur ákvarðanir um nánara fyrirkomulag og skráningu slíkra samskipta í fundargerð stjórnar LV.

Stjórnarhættir LVP

LV mun sem eigandi, og í gegnum stjórn LVP, beita sér fyrir því að stjórneridur LVP fylgi lögboðun og góðum stjórnarháttum, standi vörð um réttindi LV sem eiganda, fylgi lögum og reglum sem um starfsemi LVP gilda og gæti að samfélagslegri ábyrgð, umhverfismálum og viðskipta siðferði.

LV mun sem eigandi, og í gegnum stjórn LVP, leggja áherslu á góða og sjálfbæra nýtingu fjármuna og að fylgt sé fjárhagslegri áherslu og öðrum áherslum LV í þessu efni.

Stjórnarhættir LV

LV mun nánar lýsa stjórnarháttum LV á samstæðugrunní í stjórnarháttayfirlýsingu fyrirtækisins.