Framkvæmda­stjórn

Stjórn Landsvirkjunar ræður forstjóra og fara stjórn og forstjóri með stjórn fyrirtækisins. Aðstoðarforstjóri annast sameiginleg málefni fyrirtækisins og stefnumótun, svo og að tryggja vandaða stjórnarhætti.

 • Forstjóri

  Hörður Arnarson

  Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar er með PhD í rafmagnsverkfræði frá DTU í Danmörku. Hörður lauk námi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1986. Að því loknu stundaði hann framhaldsnám við DTU í Danmörku og lauk doktorsprófi árið 1990.

  Hörður starfaði hjá Marel frá árinu 1985 og þar af sem forstjóri fyrirtækisins í tíu ár frá 1999 til 2009.

  Frá maí til nóvember árið 2009 gegndi Hörður starfi forstjóra Sjóvár og leiddi endurskipulagningu félagsins.

 • Aðstoðarforstjóri

  Kristín Linda Árnadóttir

  Kristín Linda Árnadóttir aðstoðar­forstjóri er með embætt­is­próf í lög­fræði frá Há­skóla Íslands, meist­aragráðu í um­hverf­is­­fræði og sjálfbærni (LUMES) frá Há­skól­an­um í Lundi í Svíþjóð og LL.M. meist­ara­gráðu í Evr­ópu­rétti við laga­deild Há­skól­ans í Lundi.

  Kristín gegndi starfi forstjóra Umhverfisstofnunar á árunum 2008 til 2019 og starfaði áður hjá umhverfisráðuneyti.

 • Framkvæmdastjóri Vatnsafls

  Gunnar Guðni Tómasson

  Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmda­stjóri er með doktorsgráðu í straumfræði frá Massachusetts Institute of Technology (MIT). Gunnar Guðni var áður forstjóri HRV ehf. Þar áður starfaði hann sem forseti Tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík um fjögurra ára skeið.

  Frá námslokum 1991 og þar til Gunnar Guðni tók við starfi við HR árið 2007 starfaði hann við fjölbreytt verkfræði- og stjórnunarstörf hjá verkfræðistofunum Vatnaskil og VST auk þess sem hann var dósent við Verkfræðideild Háskóla Íslands um nokkurra ára skeið.

 • Framkvæmdastjóri Vinds og jarðvarma

  Einar Mathiesen

  Einar Mathiesen, framkvæmda­stjóri er Cand.oecon og með MSc gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

  Einar hóf störf hjá Landsvirkjun á árinu 2001 og gegndi í fyrstu stöðu deildarstjóra rekstrardeildar á orkusviði. Í byrjun árs 2008 tók hann við sem framkvæmdastjóri orkusviðs sem hann stýrði í 13 ár ásamt því að vera formaður neyðarstjórnar fyrirtækisins. Áður en Einar réðist til Landsvirkjunar starfaði hann sem sveitar- og bæjarstjóri í 11 ár.

 • Framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni

  Rafnar Lárusson

  Rafnar Lárusson, framkvæmda­stjóri er með MSc gráðu í fjármálum frá Boston College. Áður gegndi hann starfi forstöðumanns fjárstýringar hjá Actavis Group hf. þar sem hann bar ábyrgð á fjárstýringu samstæðunnar. Hann starfaði sem forstöðumaður fjárstýringar hjá Bakkavör Group hf. á árunum 2004-2007.

  Rafnar var á árunum 1999-2004 sérfræðingur á fjármálasviði Haga hf., og Rio Tinto Alcan hf., auk þess sem hann var sérfræðingur á sviði markaðs­viðskipta hjá Kaupþingi banka hf.

 • Framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu

  Tinna Traustadóttir

  Tinna Traustadóttir útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017 með meistaragráðu í stjórnun og viðskiptum (MBA) og er einnig með MSc. í lyfjafræði frá Háskóla Íslands.

  Í tæplega 14 ár starfaði hún hjá Actavis og hlaut þar víðtæka reynslu af viðskiptaþróun og samningagerð í alþjóðlegu umhverfi. Á árunum 2005-2014 starfaði Tinna hjá Actavis í Bandaríkjunum, sem er stærsti lyfjamarkaður í heimi.

 • Framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar

  Ríkarður Ríkarðsson

  Ríkarður Ríkarðsson útskrifaðist með BSc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá University of Denver árið 2000 og MSc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Stanford University árið 2002. Þá lauk hann námi í stjórnunarfræðum við IMD Business School árið 2017.

  Rík­arður hef­ur unnið hjá Lands­virkj­un frá ár­inu 2011. Hann gegndi stöðu for­stöðumanns viðskiptaþró­un­ar og sölu hjá fyr­ir­tæk­inu árin 2012-2017. Rík­arður var stjórn­endaráðgjafi hjá McKins­ey & Comp­any árin 2009-2011. Árin 2006-2009 starfaði Rík­arður sem for­stöðumaður og ráðgjafi hjá ís­lensk­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og 2002-2006 fyr­ir banda­rískt há­tæknifyr­ir­tæki í Kís­il­dal og stýrði evr­ópskri viðskiptaþróun þess í London.

 • Framkvæmdastjóri Framkvæmda

  Ásbjörg Kristinsdóttir

  Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri, er með doktorsgráðu í verkfræði frá Massachusetts Institute of Technology (MIT) ásamt MBA í stjórnun frá MIT Sloan School of Management.

  Ásbjörg hefur starfað hjá Landsvirkjun með hléum frá árinu 2002. Hún stýrði byggingu Búrfellsstöðvar II, fyrst kvenna á Íslandi til að stýra slíku verkefni. Samhliða hefur hún komið að kennslu á háskólastigi á sviði verkefnastýringar, áhættustýringar og virkjanaframkvæmda.

 • Framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis

  Jóna Bjarnadóttir

  Jóna Bjarnadóttir hóf störf hjá Landsvirkjun árið 2014. Hún veitti deild umhverfis og auðlinda forstöðu frá árinu 2017 en tók við nýju sviði samfélags og umhverfis árið 2021. Hún er með meistaragráðu í umhverfisstjórnun og stefnumótun frá háskólanum í Lundi. Jóna hefur mikla reynslu af umhverfismálum og samvinnu við hagaðila.

  Áður starfaði Jóna sem ráðgjafi lengst af hjá Mannviti þar sem hún var einnig umsjónarmaður umhverfisstjórnunarkerfis.