Framkvæmda­stjórn

Stjórn Landsvirkjunar ræður forstjóra og fara stjórn og forstjóri með stjórn fyrirtækisins. Aðstoðarforstjóri annast sameiginleg málefni fyrirtækisins og stefnumótun, svo og að tryggja vandaða stjórnarhætti.

 • Forstjóri

  Hörður Arnarson

  Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar er með PhD í rafmagnsverkfræði frá DTU í Danmörku. Hörður lauk námi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1986. Að því loknu stundaði hann framhaldsnám við DTU í Danmörku og lauk doktorsprófi árið 1990.

  Hörður starfaði hjá Marel frá árinu 1985 og þar af sem forstjóri fyrirtækisins í tíu ár frá 1999 til 2009.

  Frá maí til nóvember árið 2009 gegndi Hörður starfi forstjóra Sjóvár og leiddi endurskipulagningu félagsins.

 • Aðstoðarforstjóri

  Kristín Linda Árnadóttir

  Kristín Linda Árnadóttir aðstoðar­forstjóri er með embætt­is­próf í lög­fræði frá Há­skóla Íslands, meist­aragráðu í alþjóðleg­um um­hverf­is­­fræðum (LUMES) frá Há­skól­an­um í Lundi í Svíþjóð og LL.M. meist­ara­gráðu í Evr­ópu­rétti við laga­deild Há­skól­ans í Lundi. Hún hef­ur lagt stund á stjórn­un­ar­nám við Saïd Bus­iness School í Oxford há­skóla.

 • Framkvæmdastjóri Vatnsafls

  Gunnar Guðni Tómasson

  Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmda­stjóri er með doktorsgráðu í straumfræði frá Massachusetts Institute of Technology (MIT). Gunnar Guðni var áður forstjóri HRV ehf. Þar áður starfaði hann sem forseti Tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík um fjögurra ára skeið. Frá námslokum 1991 og þar til Gunnar Guðni tók við starfi við HR árið 2007 starfaði hann við fjölbreytt verkfræði- og stjórnunarstörf hjá verkfræðistofunum Vatnaskil og VST auk þess sem hann var dósent við Verkfræðideild Háskóla Íslands um nokkurra ára skeið.

 • Framkvæmdastjóri Vinds og jarðvarma

  Einar Mathiesen

  Einar Mathiesen, framkvæmda­stjóri er Cand.oecon og með MSc gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

  Einar hóf störf hjá Landsvirkjun á árinu 2001 og gegndi í fyrstu stöðu deildarstjóra rekstrardeildar á orkusviði. Í byrjun árs 2008 tók hann við sem framkvæmdastjóri orkusviðs sem hann stýrði í 13 ár ásamt því að vera formaður neyðarstjórnar fyrirtækisins. Áður en Einar réðist til Landsvirkjunar starfaði hann sem sveitar- og bæjarstjóri í 11 ár.

 • Framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni

  Rafnar Lárusson

  Rafnar Lárusson, framkvæmda­stjóri er með MSc gráðu í fjármálum frá Boston College. Áður gegndi hann starfi forstöðumanns fjárstýringar hjá Actavis Group hf. þar sem hann bar ábyrgð á fjárstýringu samstæðunnar. Hann starfaði sem forstöðumaður fjárstýringar hjá Bakkavör Group hf. á árunum 2004-2007. Rafnar var á árunum 1999-2004 sérfræðingur á fjármálasviði Haga hf., og Rio Tinto Alcan hf., auk þess sem hann var sérfræðingur á sviði markaðs­viðskipta hjá Kaupþingi banka hf.

 • Framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu

  Tinna Traustadóttir

  Tinna Traustadóttir útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017 með meistaragráðu í stjórnun og viðskiptum (MBA) og er einnig með MSc. í lyfjafræði frá Háskóla Íslands. Í tæplega 14 ár starfaði hún hjá Actavis og hlaut þar víðtæka reynslu af viðskiptaþróun og samningagerð í alþjóðlegu umhverfi. Á árunum 2005-2014 starfaði Tinna hjá Actavis í Bandaríkjunum, sem er stærsti lyfjamarkaður í heimi.

 • Framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar

  Ríkarður Ríkarðsson

  Ríkarður Ríkarðsson útskrifaðist með BSc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá University of Denver árið 2000 og MSc. gráðu í rafmagns­verkfræði frá Stanford University árið 2002. Þá lauk hann námi í stjórnunarfræðum við IMD Business School árið 2017.

  Rík­arður hef­ur unnið hjá Lands­virkj­un frá ár­inu 2011 og síðustu fimm ár gegnt stöðu for­stöðumanns viðskiptaþró­un­ar og sölu hjá fyr­ir­tæk­inu. Rík­arður var stjórn­endaráðgjafi hjá McKins­ey & Comp­any árin 2009-2011. Árin 2006-2009 starfaði Rík­arður sem for­stöðumaður og ráðgjafi hjá ís­lensk­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og 2002-2006 fyr­ir banda­rískt há­tækni­fyr­ir­tæki í Kís­il­dal og stýrði evr­ópskri viðskiptaþróun þess í London.

 • Framkvæmdastjóri Framkvæmda

  Ásbjörg Kristinsdóttir

  Ásbjörg Kristinsdóttir hefur starfað hjá Landsvirkjun með hléum frá árinu 2002, undanfarin ár sem forstöðumaður á framkvæmdasviði. Ásbjörg stýrði byggingu Búrfellsstöðvar II, fyrst kvenna á Íslandi til að stýra slíku verkefni. Hún er með doktorspróf í verkfræði og stjórnun frá MIT.

 • Framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis

  Jóna Bjarnadóttir

  Jóna Bjarnadóttir hóf störf hjá Landsvirkjun árið 2014 en hefur frá árinu 2017 veitt deild umhverfis og auðlinda forstöðu. Hún er með meistaragráðu í umhverfisstjórnun og stefnumótun frá háskólanum í Lundi. Jóna hefur mikla reynslu af umhverfismálum og samvinnu við hagaðila.

  Áður starfaði Jóna sem ráðgjafi lengst af hjá Mannviti þar sem hún var einnig umsjónarmaður umhverfis­stjórnunarkerfis.