Gæðastefna

Núgildandi fjárstýringarstefna var samþykkt af stjórn Landsvirkjunar í febrúar 2023.

Tilgangur gæðastefnu

Tilgangur gæðastefnunnar er að setja fram áherslur Landsvirkjunar í gæðamálum.

Landsvirkjun veitir framúrskarandi vöru og þjónustu, hlítir þeim kröfum sem gerðar eru til fyrirtækisins, skuldbindingum sem það hefur undirgengist og hefur stöðugar umbætur að leiðarljósi.

Gæðastefna

Gæðastefnan á PDF

Landsvirkjun veitir framúrskarandi vöru og þjónustu af fullnægjandi gæðum í samræmi við kröfur og væntingar viðskiptavina. Fyrirtækið er í virkum samskiptum við viðskiptavini sína, leggur sig fram um að skilja starfsumhverfi þeirra og sýnir sveigjanleika í viðskiptum.

­­­­­­­­­­­­­Til að tryggja gæði vöru og þjónustu Landsvirkjunar leggur fyrirtækið áherslu á að tryggja áreiðanleika eigin starfsemi með skilvirkni og öryggi að leiðarljósi. Fyrirtækið hlítir einnig öllum innri og ytri kröfum sem eru gerðar til þess og leggur kapp á stöðugar umbætur með kerfisbundinni rýni og endurmati á frammistöðu.

Mælikvarðar gæðastefnu

  • Ánægja viðskiptavina

  • Samningsskuldbindingar miðað við samningsgetu

  • Tiltæki véla