Loftslags- og umhverfisstefna

Virðing fyrir náttúru og ábyrg nýting auðlinda

Nýting endurnýjanlegra auðlinda felur í sér inngrip í náttúruna sem óhjákvæmilega veldur raski á umhverfinu. Það er á okkar ábyrgð að lágmarka þetta rask eins og kostur er og hvernig við förum að því er skilgreint í loftslags- og umhverfisstefnu Landsvirkjunar. Hún er leiðarvísir okkar að árangri.

Loftslags- og umhverfisstefnan okkar

Landsvirkjun er í fararbroddi á sviði umhverfis- og loftslagsmála.

Við berum virðingu fyrir náttúru landsins og ásýnd þess og vinnum stöðugt að því að bæta nýtingu auðlinda og koma í veg fyrir sóun. Við stöndum vörð um líffræðilega fjölbreytni með vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Áhersla er lögð á að þekkja umhverfisáhrif starfseminnar, að draga úr þeim og koma í veg fyrir umhverfisatvik.

Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi og tekur virkan þátt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsvánni. Markvisst er unnið að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfseminnar, styðja við skuldbindingar Íslands um samdrátt í samfélagslosun og bregðast við þeim áskorunum og tækifærum sem loftslagsbreytingum fylgja.

Skýr markmið

Markmið loftslags- og umhverfisstefnu

  • Við hámörkum nýtingu þeirra auðlinda sem þegar hafa verið virkjaðar

  • Við komum í veg fyrir öll atvik sem eru skaðleg fyrir umhverfið

  • Árið 2025 verður starfsemi Landsvirkjunar kolefnishlutlaus

  • Árleg losun gróðurhúsalofttegunda minni en 4 gCO2 ígilda á kWst

  • Við hættum að kaupa jarðefnaeldsneyti árið 2030

  • Við stöndum vörð um líffræðilega fjölbreytni með vistkerfislega nálgun að leiðarljósi

Hvernig náum við árangri?

Við erum með vottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO 14001. Það þýðir að við höfum farið í gegnum viðurkennd ferli sem fela í sér stefnumótun á sviði umhverfismála og ítarlega greiningu á þeim umhverfisáhrifum sem fyrirtækið hefur. Til að lágmarka áhrifin grípum við til viðeigandi ráðstafana, skilgreinum (mótvægis)aðgerðir og vöktum árangur þeirra.

Hvernig vinnum við?

  • Það er lykilatriði í starfsemi fyrirtækisins að greina áhættur. Árangur og áhætta eru nátengd hugtök. Til að ná árangri þarf að taka áhættu. Með virkri áhættustýringu er hægt að stýra hvaða áhætta er tekin, hvar og í hve miklum mæli og um leið ná árangri. Áhættustýring styður við upplýsta ákvarðanatöku og hvetur til fyrirbyggjandi aðgerða. Þess vegna viljum við draga fram og skrásetja æskilega og óæskilega atburði og möguleg áhrif þeirra.

    Við höfum farið í ítarlega greiningu á öllum þeim þáttum sem starfsemin okkar hefur eða gæti haft áhrif á. Við vitum hvar við höfum áhrif og hvað við þurfum að gera til að draga úr þeim áhrifum.

  • Áhættustýringu er nú að finna í flestum köflum allra stjórnunarkerfa. Umhverfisstjórnunarkerfið veitir okkur tól og tæki til að stýra og vakta áhrifaþætti, þ.e. þá þætti í starfseminni sem geta haft umtalsverð áhrif á umhverfið. Niðurstöðurnar notum við til að bæta starfsemina, vinna gegn neikvæðum áhrifum og auka þekkingu okkar.

  • Komið geta upp atvik tengd starfsemi okkar sem valda áhrifum á umhverfið. Slík atvik eru skráð sem umhverfisatvik, orsakir þeirra greindar og úrbótum fylgt eftir með vöktun. Með þessu getum við greint og komið í veg fyrir mögulegar umhverfisáhættur ásamt því að uppfylla ytri og innri kröfur. Allt starfsfólk okkar er upplýst um skráð atvik með reglubundnum hætti.

  • Vöktun á áhrifaþáttum fer fram á öllum starfsstöðvum okkar og áhrifasvæðum þeirra. Vöktunin er unnin í samstarfi við rannsóknarstofnanir og sjálfstætt starfandi sérfræðinga.

  • Með öflugri stýringu og vöktun fáum við dýrmætar upplýsingar. Þær gera okkur kleift að gera sífellt betur og að hafa umhverfið í forgangi í öllum okkar verkum, allt frá flokkun úrgangs til hönnunar nýrra mannvirkja.

  • Við deilum þekkingu okkar og reynslu bæði innan fyrirtækisins og utan þess. Þannig getum við unnið saman sem ein heild, lært hvort af öðru og skapað vettvang fyrir frjóa hugsun og nýjar lausnir.

Hverjir eru áhrifaþættir starfseminnar?

Við höfum greint þá þætti í starfseminni sem geta haft umtalsverð áhrif á umhverfið. Þessa þætti köllum við áhrifaþætti. Hver áhrifaþáttur hefur verið ítarlega greindur, áhætta metin og henni stýrt samkvæmt viðurkenndum aðferðum.

Þetta eru þeir þættir starfseminnar sem hafa eða geta haft áhrif á umhverfið:

  • Áhrif vegna nýtingar auðlinda

    • Nýting vatns
    • Nýting jarðvarma
    • Landnotkun
    • Orkunotkun
    • Efnanotkun
    • Innkaup
  • Áhrif vegna losunar

    • Losun út í andrúmsloftið
    • Frárennsli
    • Úrgangur

Hvernig mælum við árangur?

Forstöðumaður - Loftslag og grænar lausnir