Margar hendur vinna létt verk

Viltu aðstoð frá góðum granna?

Við hjá Landsvirkjun höfum árum saman starfrækt sumarvinnuflokka sem sinna uppbyggingu og fegrun starfsstöðva fyrirtækisins og nágrennis. Jafnframt taka flokkarnir að sér ýmis samstarfsverkefni með nágrönnum okkar vítt og breitt um landið.

Við bjóðum fram vinnu sumarvinnuhópa og verkstjórn í verkefni sem lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfisbótum, ásamt ýmsum samfélagsverkefnum.

Óskað er eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni. Fyrirspurnir má senda til: lettverk@landsvirkjun.is

Næst verður auglýst eftir umsóknum vorið 2023.