Ertu nágranni aflstöðva Landsvirkjunar?
Á sumrin starfa ungmenni við fjölbreytt viðhaldsverkefni hjá Landsvirkjun. Við viljum vera góður granni og taka virkan þátt í nærsamfélögum aflstöðva og viljum því bjóða fram vinnu þeirra í verkefni sem lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfistengdum verkefnum.
Ef þú ert nágranni aflstöðva Landsvirkjunar og ert með viðeigandi verkefni fyrir slíkan vinnuhóp í sumar getur þú sótt um.
Öllum umsóknum verður svarað en ekki er víst að við getum orðið við öllum beiðnum.
Ef spurningar vakna má senda fyrirspurnir til lettverk@landsvirkjun.is.
Umsóknarfrestur fyrir sumarið 2023 rann út 7. apríl.