Sjálfbær orkuvinnsla

Sjálfbær orkuvinnsla lýsir því hvernig orkulind er nýtt en endurnýjanleiki lýsir eðli hennar. Endurnýjanlega auðlind er þannig hægt að nýta á sjálfbæran eða ósjálfbæran hátt.

Við leggjum áherslu á að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt

Að þekkja umhverfi sitt

Við leggjum áherslu á að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt. Með sjálfbærri þróun er vísað til þróunar þar sem litið er til lengri tíma og snýst hún um að auka efnahagsleg verðmæti og styrkja samfélagið, jafnframt því að viðhalda gæðum náttúrunnar.

Viðkvæm jarðhitasvæði er nauðsynlegt að byggja upp í þrepum og gefa tíma til þess að bregðast við nýtingu. Í vatnsaflsvirkjunum er leitast við að hámarka nýtingu auðlindarinnar að teknu tilliti til umhverfissjónarmiða sem miða að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. Landsvirkjun leggur áherslu á að efla samráð og samstarf við hagsmunaaðila á svæðum þar sem uppbygging er fyrirhuguð og tryggja sem besta sátt um ný verkefni.

Við höfum notað alþjóðlegan matslykil um sjálfbærni vatnsorkuvinnslu - Hydropower Sustainability Assessment Protocol (HSAP) - til að efla enn frekar sjálfbæra auðlindanýtingu fyrirtækisins. Alþjóðlegt teymi úttektaraðila hefur tekið út rekstur Blöndustöðvar og Fljótsdalsstöðvar ásamt hönnun fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar á grundvelli matslykilsins. Í úttektinni voru teknir til nákvæmrar skoðunar fjölmargir flokkar sem varða rekstur stöðvanna og eiga að gefa mynd af því hversu vel starfsemin fellur að alþjóðlegum viðmiðum um sjálfbæra þróun. Úttektirnar hafa leitt í ljós að rekstur stöðvanna er framúrskarandi hvað varðar sjálfbæra nýtingu vatnsafls og á mörgum sviðum þykja starfsvenjur þær bestu sem fyrirfinnast.

Blöndustöð

Lesa nánar

Rekstur Blöndustöðvar uppfyllti kröfur um bestu mögulegu starfsvenjur fékk 5 í einkunn af 5 mögulegum í 14 flokkum af þeim 17 sem teknir voru til skoðunar. Í þremur flokkum uppfyllir Blöndustöð kröfur um góðar starfsvenjur fékk 4 í einkunn af 5 mögulegum og í hverjum þeirra er aðeins eitt frávik frá bestu mögulegum starfsvenjum.

Tveir flokkar í matslyklinum voru því ekki teknir til skoðunar en þeir varða frumbyggja og fólksflutninga eiga ekki við rekstur Blöndustöðvar. Þá hefur eftir úttektina í Blöndu tilkomið nýr flokkur um mótvægi og þanþol vegna loftslagsbreytingar.

Myndin hér að neðan sýnir nýtt útlit hjá IHA á niðurstöðum.

Blöndustöð hlýtur Blue Planet verðlaunin

Um verðlaunin

Fyrir þessa frammistöðu hlaut Blöndustöð Blue Planet verðlaunin, sem Alþjóða vatnsaflssamtökin (International Hydropower Association, IHA) veita verkefnum sem skarar framúr í sjálfbærri nýtingu vatnsafls í heiminum.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar:

„Þessi verðlaun eru mikill heiður fyrir Landsvirkjun og viðurkenning á því góða starfi sem starfsfólk okkar hefur unnið á undanförnum árum. Um leið hvetur hún okkur til áframhaldandi góðra verka. Það er mikilvægt að huga að öllum hliðum sjálfbærrar þróunar; umhverfis-, samfélags- og efnahagslegra áhrifa við rekstur orkuvera og við munum áfram gera okkar ýtrasta í þeim efnum í framtíðinni.“

Fljótsdalsstöð

Úttekt á Fljótsdalsstöð á grundvelli hins alþjóðlega matslykils um sjálfbæra nýtingu vatnsafls 

Niðurstöður úttektarinnar voru á þá leið að Fljótsdalsstöð uppfyllti kröfur um bestu mögulegu starfsvenjur, fékk 5 í einkunn af 5 mögulegum í 11 flokkum af þeim 17 sem teknir voru til skoðunar.

Í fjórum flokkum uppfyllir Fljótsdalsstöð kröfur um góðar starfsvenjur, fékk 4 í einkunn af 5 mögulegum og í hverjum þeirra er aðeins eitt frávik frá bestu mögulegum starfsvenjum.

Litglaða myndin sýnir nýtt útlit hjá IHA á niðurstöðum – báðar myndirnar sýna niðurstöður fyrir Fljótsdalsstöð.

Sjálfbær nýting jarðvarmavinnslu

Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöð í heimi sem metin er samkvæmt drögum að nýjum GSAP-matslykli um sjálfbærni jarðvarmavirkjana (Geothermal Sustainability Assessment Protocol).

Í framhaldi af árangursríkri notkun HSAP matslykilsins komu fram hugmyndir um að gera samsvarandi matslykil um sjálfbærni jarðvarmavirkjana Geothermal Sustainability Assessment Protocol (GSAP). Þróun á matslykli sem byggja að mestu á HSAP lyklinum um sjálfbærni vatnsaflsvirkjana var unnin í samstarfi Orkustofnunar, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur, HS Orku og Umhverfisstofnunar.

Niðurstöður matsskýrslunnar gefa til kynna að undirbúningsferlið við Þeistareykjastöð hafi almennt fallið vel að alþjóðlegum viðmiðum um sjálfbæra þróun samkvæmt sjálfbærnisvísum lykilsins. Af þeim 17 vísum sem metnir voru fengu 11 þeirra hæstu einkunn sem lykillinn veitir, eða proven best practice. Þá þykir verkefnið til fyrirmyndar m.a. hvað varðar samskipti og samráð við hagsmunaaðila og nýtingu á jarðhitaauðlindinni fyrir rekstur Hellisheiðarvirkjunar.

Sjálfbærnimat á rekstri Fljótsdalsstöðva