Stjórn

Stjórn Landsvirkjunar er samkvæmt lögum um Landsvirkjun skipuð af fjármálaráðherra á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn skal fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Hún ber ábyrgð á fjármálum og rekstri fyrirtækisins.

Stjórn Landsvirkjunar ræður forstjóra sem veitir fyrirtækinu forstöðu. Forstjóri er Hörður Arnarson. Stjórn og forstjóri fara með stjórn fyrirtækisins. Stjórn setur sér starfsreglur í samræmi við sjöttu grein laga um Landsvirkjun.

Núverandi stjórn var skipuð á aðalfundi fyrirtækisins þann 30. apríl 2024.

 • Formaður stjórnar

  Jón Björn Hákonarson

  Jón Björn er fæddur 1973 og býr á Norðfirði í Fjarðabyggð. Hann var fyrst skipaður í stjórn árið 2014 og var varaformaður Landsvirkjunar í fimm ár á tímabilinu 2014-24. Hann er oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Fjarðabyggðar og er forseti hennar. Jón Björn hefur einnig gegnt embættum bæjarfulltrúa, varaformanns bæjarráðs og bæjarstjóra í störfum sínum fyrir bæinn síðan 2010.

 • Varaformaður

  Jens Garðar Helgason

  Jens Garðar er fæddur 1976 og býr á Eskifirði. Hann var skipaður í stjórn Landsvirkjunar árið 2024 og er varaformaður stjórnar. Jens Garðar stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands árin 1997 – 2000 og er með Executive MBA gráðu frá Norwegian School of Economics. Hann er aðstoðarforstjóri Kaldvíkur hf. Áður var hann forstjóri Laxa fiskeldis ehf og þar áður framkvæmdastjóri Fiskimiða ehf.

 • Stjórnarmaður

  Álfheiður Ingadóttir

  Álfheiður er fædd árið 1951 og er til heimilis í Reykjavík. Hún var skipuð í stjórn Landsvirkjunar 2014, en sat áður í stjórn fyrir hönd Reykjavíkurborgar árin 2003-6. Álfheiður er líffræðingur og situr í varastjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hún var alþingismaður fyrir VG 2007-13, heilbrigðisráðherra 2009-10 og formaður þingflokks VG 2012-13.

 • Stjórnarmaður

  Gunnar Tryggvason

  Gunnar er fæddur 1969 og býr í Reykjavík. Hann var skipaður í stjórn Landsvirkjunar 2018. Gunnar er verkfræðingur, B.Sc. í rafmagnsverkfræði og M.Sc. í raforkuverkfræði. Hann er hafnarstjóri hjá Faxaflóahöfnum. Áður starfaði hann sem Senior Manager hjá KPMG á árunum 2009-18. Þar áður starfaði Gunnar í fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og sem fjármálastjóri Enex hf.

 • Stjórnarmaður

  Soffía Björk Guðmundsdóttir

  Soffía Björk er fædd árið 1962 og býr í Reykjavík. Hún var skipuð í stjórn 2022. Soffía er viðskiptafræðingur og er með B.Sc. í efnafræði, M.Sc. í umhverfisverkfræði og MBA frá háskólanum í Oxford. Hún starfar sem framkvæmdastjóri PAME, alþjóðaskrifstofu á vegum Norðurskautsráðsins. Einnig er hún stundakennari í heimskautarétti við lagadeild Háskólans á Akureyri.

Varamenn í stjórn

 • Lilja Einarsdóttir
 • Ragnar Óskarsson
 • Halldór Karl Högnason
 • Sigurjón Þórðarson
 • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir