Viðhald í Búðarhálsi
Búðarhálsstöð fagnaði tíu ára afmæli 7. mars síðastliðinn. Stöðin er sú eina á Þjórsársvæði sem er búin Kaplan vélum, en þær eru frábrugðnar flestum öðrum að því leyti að í stað vatnshjóls er skrúfa sem svipar mikið til skipsskrúfu.


Allar vélar fara í árlega skoðun þar sem farið er yfir helstu kerfi, en að auki eru framkvæmdar skoðanir á þriggja, sex og tólf ára fresti og eru þær hver annarri ítarlegri. Þessar skoðanir eru hluti af því viðamikla viðhaldi sem fer stöðugt fram í öllum stöðvum okkar og tryggir mjög mikinn nýtingartíma vélanna. Hér má sjá skemmtilegar myndir innan úr hverfli vélar í Búðarhálsi, en þar sést stærð vélarinnar nokkuð vel.