Samfélagssjóður

Stuðningur við samfélagið

Senda umsókn í Samfélagssjóðinn

Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar á ári. Umsóknarfrestur er til 31. mars, 31. júlí og 30. nóvember ár hvert.

Vinsamlegast kynnið ykkur úthlutunarreglur sjóðsins sem nálgast má hér að neðan, áður en umsókn er send inn.

Almennar fyrirspurnir samfelagssjodur@landsvirkjun.is

Úthlutunarreglur

Samfélagssjóður úthlutar að hámarki 12 milljónum króna í þremur úthlutunum. Að jafnaði eru styrkir á bilinu 100 til 500 þúsund og aldrei hærri en ein milljón króna. Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.

  • Styrkir eru veittir einstaklingum, hópum, sjálfseignarstofnunum og frjálsum félagasamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni
  • Sjóðurinn veitir styrki til skilgreindra verkefna og atburða
  • Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki

Verkefni sem koma einkum til greina:

  • Verkefni á sviði umhverfis-, náttúru- og auðlindamála
  • Verkefni á vegum mannúðarsamtaka og líknarfélaga
  • Listir, menning og menntun
  • Forvarnar- og æskulýðsstarf
  • Heilsa og hreyfing

Verkefni sem alla jafna koma ekki til greina eru:

  • Rannsóknir og vísindi (Orkurannsóknasjóður veitir styrki til námsfólks og rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga)
  • Almenn útgáfa, svo sem bóka, geisladiska og kvikmynda
  • Námsstyrkir
  • Utanlandsferðir