Heildsöluverð

Verðskrá endurspeglar kostnað

Við leggjum áherslu á að verðskrá endurspegli kostnað og að vöruframboð skapi hvata til betri nýtingar auðlindarinnar.

Einnig endurspeglar verðskrá framboð og eftirspurn hverju sinni.

Rafmagn er verðlagt út frá föstum og breytilegum kostnaði við raforkuvinnslu fyrirtækisins. Þar sem við vinnum einungis raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum, sem krefjast mikillar fjárfestingar í upphafi, er fastur kostnaður stór hluti af heildarkostnaði.

Hátt hlutfall fasts kostnaðar af heildarkostnaði gerir það að verkum að raforkuverð á Íslandi er stöðugt, sérstaklega í samanburði við orkumarkaði sem stjórnast af eldsneytisverðum, svo sem á meginlandi Evrópu og í Skandinavíu.

Þróun meðalverðs heildsölusamninga

Á línuritinu hér fyrir neðan má sjá þróun á meðalverði á heildsölusamningum okkar frá árinu 2006, á verðlagi ársins 2023. Verð hefur verið nokkuð stöðugt og raunverð á forgangsorku er nú lægra en árið 2006.

Þróun söluverðs í flokki forgangsorku

Línuritið hér fyrir neðan sýnir þróun söluverðs einstakra vörutegunda í flokki forgangsorku. Umfjöllun um eiginleika einstakra vörutegunda má sjá hér.