Innkaupastefna

Núgildandi innkaupastefna var samþykkt af stjórn Landsvirkjunar í desember 2024.

Tilgangur

Tilgangur með innkaupastefnu Landsvirkjunar er að leggja grunn að ábyrgum og hagkvæmum innkaupum fyrirtækisins og stuðla um leið að jákvæðum áhrifum á virðiskeðju fyrirtækisins.

Innkaup okkar eru í samræmi við þau lög og reglur sem gilda um fyrirtækið og fylgja almennri stefnumótun fyrirtækisins.

Innkaupastefna

Innkaup eru framkvæmd með ábyrgum hætti þar sem lögð er áhersla á samræmi, gagnsæi, rekjanleika, jafnræði og hagkvæmni.

Við gerum kröfur til birgja um gott viðskiptasiðferði, virðingu fyrir mannréttindum og ábyrgð í umhverfis- og samfélagsmálum. Þessar kröfur Landsvirkjunar eru útlistaðar í siðareglum birgja og er kröfunum framfylgt í samstarfi við birgja. Í innkaupasamningum skal vera ákvæði um keðjuábyrgð eða sambærileg ákvæði sem Landsvirkjun telur fullnægjandi.