Tilgangur
Tilgangur með innkaupastefnu Landsvirkjunar er að leggja grunn að ábyrgum og hagkvæmum innkaupum fyrirtækisins og stuðla um leið að jákvæðum áhrifum á virðiskeðju fyrirtækisins.
Innkaup okkar eru í samræmi við þau lög og reglur sem gilda um fyrirtækið og fylgja almennri stefnumótun fyrirtækisins.