Öll raforkuvinnsla Landsvirkjunar flokkast sem umhverfislega sjálfbær þar sem hún telst verulegt framlag til mótvægis við loftslagsbreytingar. Á sama tíma telst starfsemin ekki valda umtalsverðu tjóni á öðrum umhverfismarkmiðum, þ.e. aðlögun að loftslagsbreytingum, líffræðilegri fjölbreytni, hringrás auðlinda, sjálfbærni vatnsauðlindarinnar, sem og mengunarvörnum og -eftirliti. Þá uppfyllir starfsemin þau skilyrði sem sett eru fram um mannréttindi, vinnuvernd og góða stjórnarhætti. Þessu til staðfestingar þarf starfsemin að uppfylla sértæk tæknileg matsviðmið sem skilgreind hafa verið fyrir hvert markmið.
Landsvirkjun birtir hlutfall af tekjum, fjárfestingum og rekstrarkostnaði í starfseminni sem uppfylla skilyrði um umhverfislega sjálfbærni í ársskýrslu sinni.