Loftslagsmælaborð

Við verðum kolefnishlutlaus árið 2025, til að það gangi eftir höfum við sett okkur metnaðarfull markmið um samdrátt í losun og aukningu kolefnisbindingar í jarðvegi og gróðri.

Þekkjum okkar losun

Árlega gefum við út loftslagsbókhald sem gerir á ýtarlegan hátt grein fyrir kolefnisspori okkar, árlegri losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi fyrirtækisins og þeirri kolefnisbindingu sem við stöndum að. Loftslagsbókhaldið okkar er unnið samkvæmt Greenhouse Gas Protocol, leiðandi alþjóðlegum fyrirtækjastaðli, og rýnt og staðfest af alþjóðlegu endurskoðendafyrirtæki.

Loftslagsbókhald ársins 2020 sýnir að kolefnisspor fyrirtækisins dróst saman um 25% á milli ára og var um 16,5 þúsund tonn CO2 ígildi eða 1,2 gCO2-ígildi/kWst. Til samanburðar er gjarnan miðað við 100 g/kWst í skilgreiningum á grænni raforku.