Orkurannsókna­sjóður

Stuðningur við rannsókna­samfélagið

Úthlutunarreglur 2022

Markmið sjóðsins er að veita styrki til námsmanna og rannsóknaverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Styrkveitingar sjóðsins miða að því að gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri, og tryggja að þær rannsóknir sem sjóðurinn styrkir samrýmist umhverfisstefnu Landsvirkjunar.

Eingöngu er auglýst eftir umsóknum um verkefnastyrki í flokki B, sbr. úthlutunarreglur sjóðsins. Nemendur í meistara- eða doktorsnámi eiga þess kost að sækja um verkefnisstyrk ásamt leiðbeinanda.

Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála

Almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis og orkumála, þar með taldar rannsóknir á orkuskiptum og minnkun losunar í samgöngum og iðnaði, svo og gerð fræðsluefnis. Styrkir nema að jafnaði ekki meiru en helmingi útlagðs kostnaðar og eru þá veittir til þess hluta kostnaðar sem hlýst af vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema, og öðrum útgjöldum.

Í þessari úthlutun eru til ráðstöfunar 62 milljónir króna til rannsóknarverkefna á sviði umhverfis- og orkumála.

Umsóknir

Sækja um í Orkurannsóknasjóð

Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á rannsóknarverkefni sínu, og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist markmiðum sjóðsins. Umsóknareyðublað með upplýsingum um þau gögn sem eiga að fylgja umsókn er að finna hér.

Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila rafrænt á netfang sjóðsins; orkurannsoknasjodur@landsvirkjun.is. Umsóknarfrestur er út mánudaginn 10. janúar 2022.

Fyrirspurnir má senda á netfangið orkurannsoknasjodur@landsvirkjun.is. Athugið að staðfestingarpóstur er sendur við móttöku umsókna. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Umsóknareyðublað og önnur skjöl