Orkusýning í Ljósafossstöð

Það býr orka í öllu og hún breytir sífellt um form!

Orka til framtíðar

Á gagnvirkri orkusýningu Landsvirkjunar í Ljósafossstöð geta gestir á öllum aldri skyggnst inn í undraverðan heim raforkunnar og leyst orku úr læðingi með eigin þyngd, styrk og afli.

Einnig er hægt að kynnast því hvernig Landsvirkjun vinnur allt sitt rafmagn úr vatni, jarðvarma og vindi og virkjar þannig krafta náttúrunnar til að knýja allt frá snjallsímum og eldavélum til stórra álvera.

Fjölbreytt og fræðandi sýningaratriði veita orkuboltum á öllum aldri tækifæri til að safna saman rafeindum, dæla úr lónum, fanga vindinn og lýsa upp heiminn á 120 árum.

Verið velkomin

Sendu okkur tölvupóst

Ljósafossstöð er staðsett á Sogssvæðinu við Úlfljótsvatn og er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Aðgangur að sýningunni er gjaldfrjáls. Hún er opin yfir sumartímann kl. 10-17 alla daga.