Rennsli um yfirfall Blöndulóns

Yfirfall Blöndulóns er staðsett við norðurenda lónsins, suðvestan við Blöndustíflu, og er í 478 m hæð yfir sjávarmáli. Rennslið er reiknað með svokölluðum rennslislykli út frá vatnshæð lónsins.

Fylgst er með rennslinu um yfirfallið í ýmsum tilgangi. Mikilvægt er að þekkja vel til vatnsbúskapar virkjunarinnar, hvað rennur til hennar, hvað rennur frá henni og hversu mikið vatn er er ekki nýtt til orkuvinnslu og rennur þá um yfirfall. Einnig má nefna að veiðimenn Blöndu hafa mikinn áhuga á að vita hvenær vatn fer á yfirfall, því aðstæður til veiða í ánni breytast töluvert þegar vatn frá yfirfalli rennur í ána.

Hægt er að skoða rennslið um yfirfall Blöndulóns á línuritinu hér fyrir neðan. Hafa ber í huga að nýjustu upplýsingar eru að öllum líkindum óyfirfarin gögn og ber því að taka með þeim fyrirvara.

Blöndulón