Raforkusamningarnir
Samningana má finna hér:
Landsvirkjun og Norðurál hafa birt nýjasta viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 1997. Viðaukinn, sem var undirritaður árið 2022, var bundinn trúnaði fram í ágúst árið 2025. Fyrirtækin binda vonir við að birtingin muni styðja við og auka opinbera og opna umræðu um raforkumál.
Samningana má finna hér:
Raforkuverðið í samningnum var upphaflega að fullu tengt álverði, en frá 1. nóvember 2019 og til ársloka 2023 var það tengt orkuverði á Nord Pool raforkumarkaði Norðurlandanna. Frá ársbyrjun 2024 og út árið 2026, sem er gildistími nýjasta viðauka samningsins, er fast verð að viðbættri áltengingu. Á árinu 2025 er fasta verðið $30,1/MWst og áltengingin $1,6/MWst fyrir hverja $100 á tonn sem álverð er umfram $1800 á tonn.
Norðurál greiðir flutningskostnað raforku beint til Landsnets, líkt og raforkulög kveða á um.
Nokkrar setningar sem útskýra og túlka hvað er á grafinu. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis aute irure dolor in reprehenderit in voluptate velit esse cillum dolore eu fugiat nulla pariatur.
Árið 2021 gerðu Landsvirkjun og Norðurál fyrst samkomulag um að aflétta trúnaði af rafmagnssamningum milli fyrirtækjanna tveggja, eins og skýrt var ítarlega frá. Við teljum þá ákvörðun hafa markað ákveðin tímamót í umræðu um orkumál og fyrirtækin eru samstíga í þeirri ákvörðun um að auka gagnsæi á íslenskum raforkumarkaði.
Norðurál er þriðji stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar, en fyrirtækin hafa átt í farsælu samstarfi í næstum þrjá áratugi. Landsvirkjun selur Norðuráli rúmlega þriðjung af þeirri raforku sem álverið notar.