Tækifæri fyrir háskóla-, iðn- og tækninema
Við hjá Landsvirkjun erum í fremstu röð þegar kemur að því að gefa metnaðarfullum háskóla-, iðn- og tækninemum tækifæri til að taka virkan þátt í starfsemi fyrirtækisins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á starfssvæðum okkar víðs vegar um landi.
Verkefnin eru mjög fjölbreytt og auðvelt fyrir öflugt fólk að blómstra á sínu sérsviði; hvort sem það er viðhald á vélum, efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, rannsóknir og greiningar, stjórnun verkefna, móttaka gesta, aðstoð í mötuneytim innkaup eða lögfræðimál!