Sumarstörf hjá Landsvirkjun

Á hverju ári auglýsum við eftir ungu fólki í fjölbreytt sumarstörf, bæði í höfuðstöðvunum okkar í Reykjavík og aflstöðvum víða um land. Fullt af spennandi tækifærum fyrir háskóla-, iðn- og tækninema, öfluga verkstjóra og kraftmikil ungmenni!

Störf næsta sumar verða auglýst í janúar 2026.

Sumarstörf hjá Landsvirkjun

Hvað segja reynsluboltarnir?

Tækifæri fyrir háskóla-, iðn- og tækninema

Við hjá Landsvirkjun erum í fremstu röð þegar kemur að því að gefa metnaðarfullum háskóla-, iðn- og tækninemum tækifæri til að taka virkan þátt í starfsemi fyrirtækisins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á starfssvæðum okkar víðs vegar um landi.

Verkefnin eru mjög fjölbreytt og auðvelt fyrir öflugt fólk að blómstra á sínu sérsviði; hvort sem það er viðhald á vélum, efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, rannsóknir og greiningar, stjórnun verkefna, móttaka gesta, aðstoð í mötuneytim innkaup eða lögfræðimál!

Skemmtileg sumarvinna fyrir ungmenni

Við aflstöðvarnar okkar á landsbyggðinni geta 16-19 ára ungmenni fengið vinnu við daglega umhirðu á starfssvæðinu, auk annarra umhverfistengdra verkefna í nágrenninu.

Við bjóðum einnig upp á tækifæri til að leiða þetta starf – vinaleg og ábyrg verkstjórn er vel þegin til að tryggja góða liðsheild og sýnilegan árangur í íslenska sumarveðrinu!

Viltu vita meira?

Ef þig langar að vita meira um hvernig er að vinna hjá Landsvirkjun, hvað fyrirtækið gerir eða hvað er efst á baugi geturðu smellt á tenglana hér fyrir neðan.

Fylgdu okkur!

Við erum dugleg að miðla skemmtilegu og fjölbreyttu efni á samfélagsmiðlunum okkar. Við mælum með að þú fylgir okkur - smelltu á tenglana hér fyrir neðan til að skoða!