Störf í boði

Hér getur þú sótt um starf hjá Landsvirkjun eða sent inn almenna umsókn.

Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.

Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð okkar í orku- og loftslagsmálum og við vinnum eftir öflugri mannauðs- og jafnréttisstefnu.

Lausar stöður

  • Framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Endurnýjanlega orkan kemur meðal annars frá aflstöðvum okkar á Sogssvæði.

    Nú óskum við eftir liðsauka í öflugt teymi starfsfólks á Sogssvæði, þar sem við rekum þrjár vatnsaflsstöðvar: Írafossstöð, Ljósafossstöð og Steingrímsstöð. Starfið er fjölbreytt og spennandi en verkefni fela í sér viðhald, eftirlit og rekstur aflstöðva og veitumannvirkja á svæðinu ásamt því að sjá um ástandsmælingar og greiningar á raf- og vélbúnaði.

    Um tvö stöðugildi í dagvinnu er að ræða, annars vegar fastráðningu og hins vegar tímabundna ráðningu til 31. ágúst 2025.

    Hæfni:

    • Menntun á véla- og/eða rafmagnssviði.
    • Þekking á viðhaldi búnaðar; véla-, vökva- og rafkerfa.
    • Þekking á loftkerfum, teikningalestri og stjórnkerfum er kostur.
    • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum.
    • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að tileinka sér nýjungar.
    • Góð tölvukunnátta.

    Umsókn fylgi ferilskrá og kynningarbréf.

    • Umsóknarfrestur frá: 05.09.2024
    • Umsóknarfrestur til: 18.09.2024
    • Hafa samband: Þóra María (mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Nú er verk að vinna!

    Það er nóg að gera hjá okkur í Landsvirkjun núna og næstu misseri, enda höfum við það þjóðhagslega mikilvæga verkefni að mæta aukinni aflþörf samfélagsins vegna orkuskipta og atvinnustarfsemi. Mörg áhugaverð og krefjandi verkefni eru í undirbúningi, bæði nýframkvæmdir og endurbætur á núverandi orkumannvirkjum.

    Við leitum að verkefnastjórum, einkum til að leiða jarðtæknileg verkefni við gerð og viðhald stífla, ganga og skurða sem og annarra mannvirkja. Störfin eru i nýframkvæmdadeild og endurbótadeild.

    Menntun og reynsla:

    • Menntun á sviði byggingar- eða jarðverkfræði, jarðvísinda eða tæknifræði
    • Reynsla og þekking á stórum jarðtæknilegum verkefnum
    • Reynsla af verkefna- eða teymisstýringu framkvæmda
    • Drifkraftur, umbótavilji og samskiptahæfni 

    Fyrirspurnir má senda á netfangið mannaudur@landsvirkjun.is

    • Umsóknarfrestur frá: 06.09.2024
    • Umsóknarfrestur til: 22.09.2024
    • Hafa samband: Anna Rut Þráinsdóttir (mannaudur@landsvirkjun.is)

Almenn umsókn

  • Landsvirkjun leggur áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður fyrir framúrskarandi starfsfólk. Hjá fyrirtækinu starfar traustur hópur starfsfólks með býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu.

    Viljir þú slást í hóp starfsfólks Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

    Athugið að almenn umsókn kemur ekki í stað umsóknar um auglýst störf. Við hvetjum þig til að fylgjast áfram með auglýstum störfum og sækja um ef þú uppfyllir skilyrði um menntun og hæfni.

    • Umsóknarfrestur frá: 01.01.2024
    • Umsóknarfrestur til: 31.12.2024
    • Hafa samband: Mannauður og menning (mannaudur@landsvirkjun.is)

Persónuverndar­stefna

Lesa persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur

Landsvirkjun er umhugað um öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan fyrirtækisins.

Þess vegna höfum sett okkur sérstaka persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur um störf.

Hún segir meðal annars til um hvaða persónuupplýsingum við söfnum, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar eru varðveittar, hvert þeim kann að vera miðlað og hvernig við tryggjum öryggi þeirra.