Störf í boði

Hér getur þú sótt um starf hjá Landsvirkjun eða sent inn almenna umsókn.

Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.

Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð okkar í orku- og loftslagsmálum og við vinnum eftir öflugri mannauðs- og jafnréttisstefnu.

Lausar stöður

  • Ertu mannvirkjamanneskja?

    Við leitum að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi til að sinna verkefnum tengdum vegakerfi, mannvirkjum, stíflum og vatnsvegum á Þjórsársvæði. Starfið er á sviði vatnsafls sem ber m.a. ábyrgð á viðhaldi og eftirliti með mannvirkjum og stíflum Landsvirkjunar og tryggir að þau uppfylli kröfur á sviði umhverfis- og öryggismála.

    Starfsstöð er í Búrfelli.

    Helstu verkefni:

    • umsjón og eftirlit með vegum og mannvirkjum Landsvirkjunar á Þjórsársvæði
    • mat á ástandi og öryggi stíflna, vatnsvega og tengdra mannvirkja
    • verkefnastýring og þátttaka í viðhaldi og umbótaverkefnum
    • söfnun, úrvinnsla og skráning mæligagna í eftirlitskerfi fyrirtækisins
    • skýrslugerð í tengslum við eftirlit og vöktunarkerfi

    Hæfni:

    • háskólamenntun í byggingarverkfræði, byggingatæknifræði eða skyldum greinum
    • reynsla af verklegum framkvæmdum og/eða viðhaldi mannvirkja er kostur
    • þekking á gæða-, öryggis- og umhverfismálum er æskileg
    • skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
    • góð samskiptafærni og hæfni til að vinna í þverfaglegum teymum

    Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf sem rökstyður hæfni umsækjanda til starfsins.

    • Umsóknarfrestur frá: 24.06.2025
    • Umsóknarfrestur til: 05.08.2025
    • Hafa samband: Þóra María (mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Ertu mannvirkjamanneskja?

    Við leitum að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi til að sinna verkefnum tengdum vegakerfi, mannvirkjum, stíflum og vatnsvegum á Blöndusvæði. Starfið er á sviði vatnsafls sem ber m.a. ábyrgð á viðhaldi og eftirliti með mannvirkjum og stíflum Landsvirkjunar og tryggir að þau uppfylli kröfur á sviði umhverfis- og öryggismála.

    Starfsstöð er í Blöndustöð.

    Helstu verkefni:

    • umsjón og eftirlit með vegum og mannvirkjum Landsvirkjunar á Blöndusvæði
    • mat á ástandi og öryggi stíflna, vatnsvega og tengdra mannvirkja
    • verkefnastýring og þátttaka í viðhaldi og umbótaverkefnum
    • söfnun, úrvinnsla og skráning mæligagna í eftirlitskerfi fyrirtækisins
    • skýrslugerð í tengslum við eftirlit og vöktunarkerfi

    Hæfni:

    • háskólamenntun í byggingarverkfræði, byggingatæknifræði eða skyldum greinum
    • reynsla af verklegum framkvæmdum og/eða viðhaldi mannvirkja er kostur
    • þekking á gæða-, öryggis- og umhverfismálum er æskileg
    • skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
    • góð samskiptafærni og hæfni til að vinna í þverfaglegum teymum

    Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf sem rökstyður hæfni umsækjanda til starfsins.

    • Umsóknarfrestur frá: 24.06.2025
    • Umsóknarfrestur til: 05.08.2025
    • Hafa samband: Þóra María (mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Við leitum að öflugum liðsfélaga í teymi viðskiptagreiningar og þróunar markaða. Teymið gegnir lykilhlutverki í því að veita innsýn í markaðsumhverfi orkumála. Við greinum markaði og viðskiptaumhverfi Landsvirkjunar, kortleggjum breytingar og miðlum þekkingu til stjórnenda og samstarfshópa, með það að markmiði að styðja við upplýsta ákvarðanatöku og stefnumótun. 

    Helstu verkefni:

    • greina þróun innlendra og erlendra raforkumarkaða og þeirra markaða sem snerta viðskiptavini Landsvirkjunar 
    • kortleggja viðskiptaumhverfið og samkeppnishæfni Íslands í breytilegu alþjóðlegu samhengi
    • greina fyrirkomulag raforkuviðskipta og stuðla að aukinni þekkingu  
    • veita ráðgjöf og innsýn innan fyrirtækisins með gögnum, greiningum og kynningum 
    • koma að samskiptum við hagaðila og miðla niðurstöðum á aðgengilegan hátt, m.a. með opnum fundum og kynningum 

    Við leitum að einstaklingi sem:

    • hefur háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í greinum eins og verkfræði, hagfræði, viðskiptafræði eða tengdum sviðum 
    • hefur reynslu af greiningarvinnu og framsetningu gagna  
    • býr yfir drifkrafti, frumkvæði og skipulagi og nýtur þess að hrinda verkum í framkvæmd  
    • hefur hæfni til að setja flókin gögn í samhengi, greina tækifæri og miðla niðurstöðum á skýran hátt 
    • er lausnamiðaður, sjálfstæður og jákvæður í samskiptum 

    Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf sem rökstyður hæfni umsækjanda til starfsins.

    • Umsóknarfrestur frá: 30.07.2025
    • Umsóknarfrestur til: 12.08.2025
    • Hafa samband: Þóra María (mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Við leitum að verkefnastjóra til að stýra verkefnaþróun okkar erlendis, með áherslu á viðskiptalega hlið verkefna.

    Landsvirkjun þróar og fjárfestir í endurnýjanlegri raforkuvinnslu á erlendri grundu. Með því viljum við flytja út og efla íslenskt hugvit, auka kraft okkar í baráttunni við loftslagsbreytingar og skapa verðmæti fyrir íslensku þjóðina. Norðurslóðir eru í forgrunni hjá okkur og þar eru mörg áhugaverð verkefni í undirbúningi.

    Starfið felur m.a. í sér umsjón með samstarfi við heimafólk, mat og þróun viðskiptatækifæra, gerð viðskiptaáætlana og samningagerð. Starfið er í deild Erlendra verkefna á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar, en verkefni eru almennt unnin í nánu samstarfi við t.d. auðlindasvið Landsvirkjunar, erlend orkufyrirtæki og aðra aðila.

    Þekking og hæfni:

    • háskólamenntun sem nýtist í starfi 
    • reynsla af alþjóðlegri viðskiptaþróun  
    • færni í og ánægja af mannlegum samskiptum, teymisvinnu og samstarfi við ólíka aðila  
    • skipulagsfærni og lausnamiðað hugarfar 
    • hæfni við að tjá sig og setja fram upplýsingar á skýran hátt á ensku 

    Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf sem rökstyður hæfni umsækjanda til starfsins.

    • Umsóknarfrestur frá: 30.07.2025
    • Umsóknarfrestur til: 17.08.2025
    • Hafa samband: Anna Rut Þráinsdóttir (mannaudur@landsvirkjun.is)

Almenn umsókn

  • Landsvirkjun leggur áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður fyrir framúrskarandi starfsfólk. Hjá fyrirtækinu starfar traustur hópur starfsfólks með býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu.

    Viljir þú slást í hóp starfsfólks Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

    Athugið að almenn umsókn kemur ekki í stað umsóknar um auglýst störf. Við hvetjum þig til að fylgjast áfram með auglýstum störfum og sækja um ef þú uppfyllir skilyrði um menntun og hæfni.

Persónuverndar­stefna

Lesa persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur

Landsvirkjun er umhugað um öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan fyrirtækisins.

Þess vegna höfum sett okkur sérstaka persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur um störf.

Hún segir meðal annars til um hvaða persónuupplýsingum við söfnum, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar eru varðveittar, hvert þeim kann að vera miðlað og hvernig við tryggjum öryggi þeirra.