Ertu mannvirkjamanneskja?
Við leitum að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi til að sinna verkefnum tengdum vegakerfi, mannvirkjum, stíflum og vatnsvegum á Blöndusvæði. Starfið er á sviði vatnsafls sem ber m.a. ábyrgð á viðhaldi og eftirliti með mannvirkjum og stíflum Landsvirkjunar og tryggir að þau uppfylli kröfur á sviði umhverfis- og öryggismála.
Starfsstöð er í Blöndustöð.
Helstu verkefni:
- umsjón og eftirlit með vegum og mannvirkjum Landsvirkjunar á Blöndusvæði
- mat á ástandi og öryggi stíflna, vatnsvega og tengdra mannvirkja
- verkefnastýring og þátttaka í viðhaldi og umbótaverkefnum
- söfnun, úrvinnsla og skráning mæligagna í eftirlitskerfi fyrirtækisins
- skýrslugerð í tengslum við eftirlit og vöktunarkerfi
Hæfni:
- háskólamenntun í byggingarverkfræði, byggingatæknifræði eða skyldum greinum
- reynsla af verklegum framkvæmdum og/eða viðhaldi mannvirkja er kostur
- þekking á gæða-, öryggis- og umhverfismálum er æskileg
- skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- góð samskiptafærni og hæfni til að vinna í þverfaglegum teymum
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf sem rökstyður hæfni umsækjanda til starfsins.
- Umsóknarfrestur frá: 24.06.2025
- Umsóknarfrestur til: 05.08.2025
- Hafa samband: Þóra María (mannaudur@landsvirkjun.is)