Störf í boði

Hér getur þú sótt um starf hjá Landsvirkjun eða sent inn almenna umsókn.

Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.

Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð okkar í orku- og loftslagsmálum og við vinnum eftir öflugri mannauðs- og jafnréttisstefnu.

Lausar stöður

  • Við hjá Landsvirkjun leggjum okkur fram um að þjóna eigendum okkar, íslensku þjóðinni, með því að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem okkur er trúað fyrir. Við leitum að lausnamiðuðum og þjónustuliprum einstaklingi til að ganga til liðs við okkur í deild Kjarna, sem styður við þessa vegferð að sjálfbærum heimi með því að veita skilvirka og persónulega þjónustu innan fyrirtækisins.

    Helstu verkefni:

    • úrlausn fjölbreyttra mála sem berast á þjónustuborð 
    • umsjón með sendingum innanlands og utan 
    • aðstoð vegna viðburða 
    • ýmis verkefni tengd húsnæði og bifreiðum 
    • önnur tilfallandi verkefni 

    Þekking og hæfni:

    • menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi 
    • færni í skipulagningu og eftirfylgni verkefna   
    • góð tölvukunnátta 
    • góð íslensku- og enskukunnátta 
    • mjög góð samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

    • Umsóknarfrestur frá: 03.10.2024
    • Umsóknarfrestur til: 20.10.2024
    • Hafa samband: Anna Rut Þráinsdóttir (mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Viltu hafa góð áhrif á samfélagið?

    Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar. Við viljum eiga uppbyggileg samskipti við samfélagið og styðja við jákvæð verkefni og málefni. Við leitum að sérfræðingi til að styðja okkur í þessari vegferð og ganga til liðs við teymi sem vinnur að fjölbreyttum samfélagsverkefnum. Í teyminu færð þú tækifæri til að starfa í skemmtilegu og hvetjandi starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Starfsstöð er í Reykjavík.

    Helstu verkefni:

    • Framkvæmd rannsókna tengdra samfélagsmálum
    • Mótun og innleiðing sjálfbærnivísa tengdra samfélagsmálum
    • Umsjón með veitingu styrkja
    • Umsjón með gerð og endurskoðun verklags í samfélagsmálum
    • Þátttaka í og umsjón með samfélagsverkefnum

    Hæfni og þekking:

    • Meistarapróf í félagsfræði, stjórnmálafræði eða önnur sambærileg menntun
    • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og jákvætt viðhorf
    • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
    • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun

    • Umsóknarfrestur frá: 09.10.2024
    • Umsóknarfrestur til: 19.10.2024
    • Hafa samband: Inga Steinunn Arnardóttir (inga@hagvangur.is)
  • Rafmagnaðir tímar

    Það eru rafmagnaðir tímar hjá okkur í Landsvirkjun núna og næstu misseri, enda höfum við það mikilvæga verkefni að mæta aukinni aflþörf samfélagsins vegna orkuskipta og atvinnustarfsemi. Mörg áhugaverð og krefjandi verkefni eru í undirbúningi, jafnt nýjar framkvæmdir sem endurbætur á núverandi orkumannvirkjum.

    Við leitum að verkefnastjórum til að leiða verkefni tengd raf- og vélbúnaði í virkjunum. Viðkomandi mun starfa með öflugu teymi reyndra verkefnastjóra og leiða verkefni frá undirbúningi í gegnum hönnun, útboð og framkvæmd á verkstað. Störfin eru á nýframkvæmda- og endurbótadeild framkvæmdasviðs.

    Þekking og hæfni:

    • Menntun á sviði rafmagnsverkfræði eða rafmagnstæknifræði
    • Reynsla af verkefna- eða teymisstýringu í framkvæmdaverkefnum
    • Reynsla og þekking á stjórn-, vél- og rafbúnaði aflstöðva
    • Drifkraftur, skilvirkni og samskiptahæfni

    Fyrirspurnir má senda á netfangið mannaudur@landsvirkjun.is

    • Umsóknarfrestur frá: 11.10.2024
    • Umsóknarfrestur til: 20.10.2024
    • Hafa samband: Anna Rut Þráinsdóttir (mannaudur@landsvirkjun.is)

Almenn umsókn

  • Landsvirkjun leggur áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður fyrir framúrskarandi starfsfólk. Hjá fyrirtækinu starfar traustur hópur starfsfólks með býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu.

    Viljir þú slást í hóp starfsfólks Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

    Athugið að almenn umsókn kemur ekki í stað umsóknar um auglýst störf. Við hvetjum þig til að fylgjast áfram með auglýstum störfum og sækja um ef þú uppfyllir skilyrði um menntun og hæfni.

    • Umsóknarfrestur frá: 01.01.2024
    • Umsóknarfrestur til: 31.12.2024
    • Hafa samband: Mannauður og menning (mannaudur@landsvirkjun.is)

Persónuverndar­stefna

Lesa persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur

Landsvirkjun er umhugað um öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan fyrirtækisins.

Þess vegna höfum sett okkur sérstaka persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur um störf.

Hún segir meðal annars til um hvaða persónuupplýsingum við söfnum, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar eru varðveittar, hvert þeim kann að vera miðlað og hvernig við tryggjum öryggi þeirra.