Störf í boði

Hér getur þú sótt um starf hjá Landsvirkjun eða sent inn almenna umsókn.

Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.

Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð okkar í orku- og loftslagsmálum og við vinnum eftir öflugri mannauðs- og jafnréttisstefnu.

Lausar stöður

  • Viltu hjálpa okkur að vera góður granni? Verkefnastjóri nærsamfélags og náttúru.

    Við hjá Landsvirkjun leitumst við að eiga sem best samskipti við nágranna okkar nær og fjær. Því leitum við að verkefnisstjóra til að ganga til liðs við okkur á sviði Samfélags og umhverfis sem tryggir góð og jákvæð samskipti við nágranna og hagsmunaaðila. Við leiðum sameiginlega vegferð fyrirtækisins að grænum rekstri, kolefnishlutleysi,  samfélagslega ábyrgri starfsemi og virku samstarfi og samtali í nærsamfélögum. Starfið býður upp á tækifæri að starfa í líflegu og hvetjandi vinnuumhverfi og að hafa jákvæð áhrif á samfélagið.

    Helstu verkefni:

    • samskipti við hagsmunaaðila í nærsamfélagi aflstöðva
    • gerð og eftirfylgni samskiptaáætlana
    • undirbúningur og framkvæmd samfélagsverkefna  
    • styðja við þróun, innleiðingu og eftirfylgni græns reksturs  
    • miðlun verkefna og árangurs innan og utan fyrirtækis

    Hæfni:

    • háskólamenntun sem nýtist í starfi
    • framúrskarandi samskiptaeiginleikar og jákvætt viðhorf
    • þekking og reynsla af samskiptum við fjölbreyttan hóp hagsmuaaðila
    • frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
    • þekking eða reynsla af umhverfis- og/eða orkumálum er kostur

    Starfsstöð er á starfssvæðum okkar á Suðurlandi, á Þjórsársvæði og Sogssvæði.

    • Umsóknarfrestur frá: 09.05.2025
    • Umsóknarfrestur til: 25.05.2025
    • Hafa samband: Inga Steinunn Arnardóttir, inga@hagvangur.is
  • Við leitum að sérfræðingi í áætlanagerð fjárfestingaverkefna til að ganga til liðs við okkur í teymi eignastýringar á sviði vatnsafls. Teymið leggur áherslu á að orkumannvirki Landsvirkjunar skili hlutverki sínu og sé vel við haldið út líftíma sinn, með stöðugar umbætur og framþróun í fyrirrúmi. Verkefnin eru fjölbreytt og fela í sér náið samstarf á sviði eignastýringar með öllum aflstöðvum Landsvirkjunar.

    Helstu verkefni:

    • rekstur eignastýringakerfis Landsvirkjunar
    • greining á fjárfestingaþörf orkumannvirkja
    • undirbúningur og forgangsröðun fjárfestingaverkefna
    • aðkoma að gerð eignaáætlunar til lengri tíma
    • aðkoma að gerð fjárfestingaáætlunar til skemmri tíma
    • þátttaka í stöðugum umbótum og þróun lykilmælikvarða

    Hæfni:

    • háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem verkfræði, viðskiptafræði eða tæknifræði
    • haldgóð reynsla og þekking sem nýtist í starfi
    • reynsla og þekking af greiningarvinnu og áætlanagerð er kostur
    • lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
    • drifkraftur, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

    • Umsóknarfrestur frá: 13.05.2025
    • Umsóknarfrestur til: 25.05.2025
    • Hafa samband: Þóra María, (mannaudur@landsvirkjun.is)

Almenn umsókn

  • Landsvirkjun leggur áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður fyrir framúrskarandi starfsfólk. Hjá fyrirtækinu starfar traustur hópur starfsfólks með býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu.

    Viljir þú slást í hóp starfsfólks Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

    Athugið að almenn umsókn kemur ekki í stað umsóknar um auglýst störf. Við hvetjum þig til að fylgjast áfram með auglýstum störfum og sækja um ef þú uppfyllir skilyrði um menntun og hæfni.

Persónuverndar­stefna

Lesa persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur

Landsvirkjun er umhugað um öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan fyrirtækisins.

Þess vegna höfum sett okkur sérstaka persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur um störf.

Hún segir meðal annars til um hvaða persónuupplýsingum við söfnum, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar eru varðveittar, hvert þeim kann að vera miðlað og hvernig við tryggjum öryggi þeirra.