Störf í boði

Hér getur þú sótt um starf hjá Landsvirkjun eða sent inn almenna umsókn.

Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.

Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð okkar í orku- og loftslagsmálum og við vinnum eftir öflugri mannauðs- og jafnréttisstefnu.

Lausar stöður

  • Ertu mannvirkjamanneskja?

    Við leitum að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi til að sinna verkefnum tengdum vegakerfi, mannvirkjum, stíflum og vatnsvegum á Þjórsársvæði. Starfið er á sviði vatnsafls sem ber m.a. ábyrgð á viðhaldi og eftirliti með mannvirkjum og stíflum Landsvirkjunar og tryggir að þau uppfylli kröfur á sviði umhverfis- og öryggismála.

    Starfsstöð er í Búrfelli.

    Helstu verkefni:

    • umsjón og eftirlit með vegum og mannvirkjum Landsvirkjunar á Þjórsársvæði
    • mat á ástandi og öryggi stíflna, vatnsvega og tengdra mannvirkja
    • verkefnastýring og þátttaka í viðhaldi og umbótaverkefnum
    • söfnun, úrvinnsla og skráning mæligagna í eftirlitskerfi fyrirtækisins
    • skýrslugerð í tengslum við eftirlit og vöktunarkerfi

    Hæfni:

    • háskólamenntun í byggingarverkfræði, byggingatæknifræði eða skyldum greinum
    • reynsla af verklegum framkvæmdum og/eða viðhaldi mannvirkja er kostur
    • þekking á gæða-, öryggis- og umhverfismálum er æskileg
    • skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
    • góð samskiptafærni og hæfni til að vinna í þverfaglegum teymum

    • Umsóknarfrestur frá: 24.06.2025
    • Umsóknarfrestur til: 05.08.2025
    • Hafa samband: Þóra María (mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Ertu mannvirkjamanneskja?

    Við leitum að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi til að sinna verkefnum tengdum vegakerfi, mannvirkjum, stíflum og vatnsvegum á Blöndusvæði. Starfið er á sviði vatnsafls sem ber m.a. ábyrgð á viðhaldi og eftirliti með mannvirkjum og stíflum Landsvirkjunar og tryggir að þau uppfylli kröfur á sviði umhverfis- og öryggismála.

    Starfsstöð er í Blöndustöð.

    Helstu verkefni:

    • umsjón og eftirlit með vegum og mannvirkjum Landsvirkjunar á Blöndusvæði
    • mat á ástandi og öryggi stíflna, vatnsvega og tengdra mannvirkja
    • verkefnastýring og þátttaka í viðhaldi og umbótaverkefnum
    • söfnun, úrvinnsla og skráning mæligagna í eftirlitskerfi fyrirtækisins
    • skýrslugerð í tengslum við eftirlit og vöktunarkerfi

    Hæfni:

    • háskólamenntun í byggingarverkfræði, byggingatæknifræði eða skyldum greinum
    • reynsla af verklegum framkvæmdum og/eða viðhaldi mannvirkja er kostur
    • þekking á gæða-, öryggis- og umhverfismálum er æskileg
    • skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
    • góð samskiptafærni og hæfni til að vinna í þverfaglegum teymum

    • Umsóknarfrestur frá: 24.06.2025
    • Umsóknarfrestur til: 05.08.2025
    • Hafa samband: Þóra María (mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Hefurðu lög að mæla?

    Við leitum að metnaðarfullum og lausnamiðuðum lögfræðingi til að ganga til liðs við öflugt teymi okkar í lögfræðideild. Starfið er fjölbreytt og felur í sér lögfræðiráðgjöf og fræðslu, auk virkrar þátttöku í þróun og stuðningi við rekstur fyrirtækisins.

    Helstu verkefni

    • lögfræðileg ráðgjöf og þjónusta innan fyrirtækisins sem og við dótturfélög
    • álitsgerðir og umsagnir
    • samningagerð og yfirferð samninga
    • gerð og yfirferð útboðsgagna og verksamninga
    • gerð greinagerða og kröfugerða
    • önnur þau verkefni sem falla undir deild lögfræðimála

    Hæfni:

    • háskólapróf í lögfræði (Cand. jur. eða meistaragráða) 
    • kunnátta í Evrópurétti og samkeppnisrétti er kostur
    • reynsla á sviði umhverfis-, auðlinda- og orkumála
    • reynsla af samningagerð og lögfræðilegri eftirfylgni vegna verklegra framkvæmda, útboða og meðferð ágreiningsmála
    • þekking á innleiðingu regluverks 
    • lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf  
    • frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð  
    • lögmannsréttindi eru kostur

    Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf sem rökstyður hæfni umsækjanda til starfsins.

    • Umsóknarfrestur frá: 27.06.2025
    • Umsóknarfrestur til: 07.07.2025
    • Hafa samband: Geirlaug Jóhannsdóttir (geirlaug@hagvangur.is)

Almenn umsókn

  • Landsvirkjun leggur áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður fyrir framúrskarandi starfsfólk. Hjá fyrirtækinu starfar traustur hópur starfsfólks með býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu.

    Viljir þú slást í hóp starfsfólks Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

    Athugið að almenn umsókn kemur ekki í stað umsóknar um auglýst störf. Við hvetjum þig til að fylgjast áfram með auglýstum störfum og sækja um ef þú uppfyllir skilyrði um menntun og hæfni.

Persónuverndar­stefna

Lesa persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur

Landsvirkjun er umhugað um öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan fyrirtækisins.

Þess vegna höfum sett okkur sérstaka persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur um störf.

Hún segir meðal annars til um hvaða persónuupplýsingum við söfnum, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar eru varðveittar, hvert þeim kann að vera miðlað og hvernig við tryggjum öryggi þeirra.