Störf í boði

Hér getur þú sótt um starf hjá Landsvirkjun eða sent inn almenna umsókn.

Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.

Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð okkar í orku- og loftslagsmálum og við vinnum eftir öflugri mannauðs- og jafnréttisstefnu.

Lausar stöður

  • Við hjá Landsvirkjun leggjum áherslu á að endurbæta og viðhalda aflstöðvum okkar, til að lengja líftíma raf- og vélbúnaðar og nýta hann eins og best verður á kosið. Við leitum að metnaðarfullum verkefnastjóra á Norðurlandi til að leiða verkefni tengd endurbótum á stjórn- og rafbúnaði í vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum. Starfið heyrir undir endurbótadeild á framkvæmdasviði og er verkefnastjórinn með starfsstöð á Akureyri.

    Nýr starfskraftur verður í öflugu teymi reyndra verkefnastjóra og mun leiða verkefni frá undirbúningi í gegnum hönnun, útboð og framkvæmd á verkstað. Við leitum að einstaklingi með drifkraft, umbótavilja og getu til að starfa sjálfstætt að úrlausn tæknilega flókinna verkefna. Lipurð í samskiptum og samstarfi er lykilhæfni sem við leggjum sérstaka áherslu á.

    Menntun og reynsla:

    • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði sem nýtist í starfi
    • Reynsla af verkefna- eða teymisstjórnun í framkvæmdaverkefnum
    • Reynsla og þekking á stjórn- og rafbúnaði
    • Drifkraftur, skilvirkni og framúrskarandi samskiptahæfni
    • Þekking á orkuvinnslu og -flutningi, framleiðslu eða iðnaði er kostur

    Fyrirspurnir má senda á netfangið mannaudur@landsvirkjun.is

    • Umsóknarfrestur frá: 21.01.2025
    • Umsóknarfrestur til: 03.02.2025
    • Hafa samband: Anna Rut Þráinsdóttir (mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Við hjá Landsvirkjun leggjum áherslu á að endurbæta og viðhalda aflstöðvum okkar, til að lengja líftíma raf- og vélbúnaðar og nýta hann eins og best verður á kosið. Á Mývatnssvæði starfar öflugur hópur fólks með breiða þekkingu og reynslu af nýtingu jarðhita við vinnslu endurnýjanlegrar orku. Við rekum þrjár jarðgufuvirkjanir; Kröflustöð, Þeistareykjastöð og Gufustöðina í Bjarnarflagi.

    Við leitum að verkefnastjóra til að skipuleggja viðhald og verkstýra metnaðarfullum hópi vaktmanna sem sinna krefjandi verkefnum í rekstri og viðhaldi jarðgufuvirkjana svæðisins. Viðkomandi hefur drifkraft, umbótavilja og getu til að starfa sjálfstætt að úrlausn tæknilega flókinna verkefna. Unnið er í dagvinnu.

    Menntun og reynsla:

    • Menntun á sviði véla og/eða rafmagns sem nýtist í starfi
    • Reynsla af viðhaldi vél- eða rafbúnaðar og mannvirkja
    • Reynsla af verkstjórn, viðhaldsstjórn eða verkefnastjórn
    • Þekking á áætlanagerð og innkaupum
    • Drifkraftur, skilvirkni og lipurð í samskiptum
    • Þekking úr orkugeiranum, framleiðslu eða iðnaði er kostur

    Fyrirspurnir má senda á netfangið mannaudur@landsvirkjun.is

    • Umsóknarfrestur frá: 21.01.2025
    • Umsóknarfrestur til: 03.02.2025
    • Hafa samband: Anna Rut Þráinsdóttir (mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Framtíðarsýn okkar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Í þeirri vegferð leggjum við allt kapp á að fara áfram vel með þá fjármuni sem okkur er treyst fyrir. Við leitum að liðsinni í því verkefni og auglýsum eftir viðskiptafræðingi eða viðurkenndum bókara til að starfa í deild reikningshalds. Sameiginlegt verkefni deildarinnar er að styðja við vegferð Landsvirkjunar og felur í sér samvinnu við starfsfólk þvert á fyrirtækið.

    Eitt af verkefnum deildarinnar er að þróa notkun nýs bókhaldskerfis og opna þar fyrir spennandi og skemmtileg tækifæri.

    Helstu verkefni og ábyrgð:

    • almenn bókhaldsstörf
    • þróun og sjálfvirknivæðing á stafrænum ferlum
    • önnur tilfallandi verkefni

    Hæfni og reynsla:

    • menntun sem nýtist í starfi
    • þekking og reynsla af færslu bókhalds er skilyrði
    • áhugi á tækni og stafrænni þróun
    • góð samskiptahæfni, þjónustulund og ánægja af teymisvinnu
    • skipulagsfærni, frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum

    Fyrirspurnir má senda á netfangið mannaudur@landsvirkjun.is

    • Umsóknarfrestur frá: 21.01.2025
    • Umsóknarfrestur til: 03.02.2025
    • Hafa samband: Anna Rut Þráinsdóttir (mannaudur@landsvirkjun.is)

Sumarstörf 2025

  • Við leitum að kraftmiklu ungu fólki í fjölbreytt og spennandi störf sumarið 2025.

    • Störf fyrir háskóla-, iðn- og tækninema í Reykjavík
    • Störf fyrir háskóla-, iðn- og tækninema á aflstöðvum og gestastofum
    • Verkstjórn sumarvinnu ungmenna á aflstöðvum
    • Sumarvinna ungmenna á aflstöðvum

    Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar.

Almenn umsókn

  • Landsvirkjun leggur áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður fyrir framúrskarandi starfsfólk. Hjá fyrirtækinu starfar traustur hópur starfsfólks með býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu.

    Viljir þú slást í hóp starfsfólks Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

    Athugið að almenn umsókn kemur ekki í stað umsóknar um auglýst störf. Við hvetjum þig til að fylgjast áfram með auglýstum störfum og sækja um ef þú uppfyllir skilyrði um menntun og hæfni.

Persónuverndar­stefna

Lesa persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur

Landsvirkjun er umhugað um öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan fyrirtækisins.

Þess vegna höfum sett okkur sérstaka persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur um störf.

Hún segir meðal annars til um hvaða persónuupplýsingum við söfnum, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar eru varðveittar, hvert þeim kann að vera miðlað og hvernig við tryggjum öryggi þeirra.