Búrfellslundur

Um Búrfellslund

Búrfellslundur er við Vaðöldu, neðan við Sultartangastíflu og norðan vegar F26, innan sveitarfélagsins Rangárþings ytra. Helstu innviðir sem nýtast verkefninu – háspennulínur, vegir og önnur mannvirki –eru nú þegar til staðar. Háspennulínurnar Sigöldulína 3 og Hrauneyjafosslína 1 þvera fyrirhugað framkvæmdasvæði og munu flytja rafmagn frá vindorkuverinu.

Með vindorkuverinu skapast tækifæri til að nýta samlegðaráhrif vatnsafls og vindorku á svæðinu og hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur hjá Landsvirkjun er trúað fyrir.

 • Afl hverrar vindmyllu

  4 -0MW
 • Fjöldi (allt að)

  0
 • Stærð svæðis

  0km2
 • Uppsett afl (allt að)

  0MW
 • P50 orkugeta

  0GWst/ári

Búrfellslundur - ný útfærsla

Vindauðlindin

Síðustu tvo áratugi höfum við rannsakað veðurfar og stundað vindmælingar á svæðinu. Niðurstöður þeirra rannsókna sýna að afar hagstætt er að reka vindlund á þessu svæði. Aðliggjandi fjallgarðar skapa mjög góð skilyrði fyrir vindorkunýtingu og hönnun vindorkuversins hefur tekið mið af því til að hámarka orkuvinnsluna.

Hönnun til að draga úr sjónrænum áhrifum

Við hönnun Búrfellslundar var lögð áhersla á að lágmarka sjónræn áhrif frá nærliggjandi áfangastöðum og ferðaleiðum. Vindorkuverið er ekki sýnilegt frá Stöng eða Gjánni og með því að staðsetja það norðan við Sprengisandsleið (F26) og Landveg skerðist ekki útsýni að Heklu. Vindmyllurnar sjást ekki frá bílastæðinu við Háafoss og eru lítt sjáanlegar frá gatnamótum Landvegar og Landmannaleiðar. Að mati reyndra landslagsráðgjafa hentar svæðið vel fyrir vindmyllugarð.

Staða leyfismála

Til að hægt sé að taka endanlega ákvörðun um að byggja Búrfellslund þarf hann að vera í orkunýtingarflokki rammaáætlunar, í gildandi skipulagsáætlunum sveitarfélagsins, með virkjunarleyfi frá Orkustofnun og framkvæmdaleyfi frá viðkomandi sveitarfélögum.

Búrfellslundur var samþykktur í orkunýtingarflokk rammaáætlunar árið 2022. Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti tillögu að deiliskipulagi fyrir allt að 120 MW vindorkuver við Vaðöldu þann 10. apríl 2024.

Helstu stærðir

 • Fjöldi vindmylla (allt að): 30
 • Hámarkshæð vindmylla: 150m
 • Uppsett afl virkjunar: 120 MW
 • Stærð framkvæmdasvæðis: 17,1 km<sup>2</sup>
 • Landnotkun: Innan við 1% af framkvæmdasvæði
 • Orkuvinnslugeta: 440 GWst/ári