Heimsóknarbeiðni fyrir hópa

Gestastofan í Kröflu og Orkusýningin í Ljósafossstöð eru opnar yfir sumartímann alla daga kl. 10-17.

Síðasti opnunardagur Orkusýningarinnar í Ljósafossstöð er 24. ágúst 2025. Eftir þann dag er sýningin lokuð.

Það er opið í Gestastofu Kröflu alla daga fram að 18. ágúst. Eftir þann dag verður opið helgarnar 23.-24. ágúst og 31.-31. ágúst 2025.

Heimsóknarbeiðnin hér fyrir neðan er fyrst og fremst ætluð hópum með 10 gesti eða fleiri á vegum ferðaskrifstofa, fyrirtækja, stofnana og félaga.

  • Hentug lengd á heimsókn hóps í Gestastofuna í Kröflu er um 30 mínútur
  • Hentug lengd á heimsókn hóps á Orkusýninguna í Ljósafossstöð er um 45-60 mínútur
  • Starfsfólk tekur vel á móti hópum en athugið að ekki er boðið upp á leiðsögn
  • Salernisaðstaða er á staðnum og boðið er upp á rjúkandi heitt kaffi
  • Báðar sýningar eru með aðgengi fyrir fatlað fólk