Samfélagssjóður

Stuðningur við samfélagið

Samfélagssjóðurinn var stofnaður árið 2010 í þeim tilgangi að halda utan um styrkveitingar Landsvirkjunar. Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári. Umsóknarfrestur er til 30. maí og nóvember ár hvert.

Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.

Næsta úthlutun: desember 2020

Vinsamlegast kynnið ykkur úthlutunarreglur sjóðsins sem nálgast má hér að neðan, áður en umsókn er send inn. 
Almennar fyrirspurnir samfelagssjodur@landsvirkjun.is 

Senda inn umsókn

Síðasta úthlutun

Úthlutun úr samfélagssjóði í júní 2020

UN Women – Almennur styrkur
1.500.000 krónur

Útilífsmiðstöð skáta
– Aðgengi fyrir alla á Úlfljótsvatni
500.000 krónur

BRAS Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi
400.000 krónur

Verkmenntaskóli Austurlands
– Tæknidagur fjölskyldunnar 2020

400.000 krónur

Kraftur stuðningsfélag
– Hlaðvarp

400.000 krónur

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri
– Vísindaskóli unga fólksins

350.000 krónur

Heimildarmynd um Högnu Sigurðardóttur, arkitekt
– Í skjóli fyrir vindum

300.000 krónur

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
– Handritin  til barnanna
300.000 krónur

Júdódeild UMFN
– Íþróttir í fjölmenningarsamfélagi
200.000 krónur

Tónlistarmiðstöð Austurlands
– Raf á Reyðarfirði
200.000 krónur

Blóðgjafafélag Íslands
– Gjafir til blóðgjafa
200.000 krónur

Félag Skógarbænda
- Skógardagurinn mikli 2020

150.000 krónur

Verkefnið Við fljótið
100.000 krónur

Úthlutunarreglur

Úthlutunarreglur

Samfélagssjóður úthlutar að hámarki 10 milljónum króna í tveimur úthlutunum. Að jafnaði eru styrkir á bilinu 100 til 500 þúsund og aldrei hærri en ein milljón króna.

Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.

 • Styrkir eru veittir einstaklingum, hópum, sjálfseignarstofnunum og frjálsum félagasamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.
 • Sjóðurinn veitir styrki til skilgreindra verkefna og atburða.
 • Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki. 

Verkefni sem koma einkum til greina:

 • Verkefni á sviði umhverfis-, náttúru og auðlindamála
 • Verkefni á vegum mannúðarsamtaka og líknarfélaga
 • Listir , menning og menntun
 • Forvarnar- og æskulýðsstarf
 • Heilsa og hreyfing

Verkefni sem alla jafna koma ekki til greina eru:

 • Rannsóknir og vísindi (Orkurannsóknarsjóður veitir styrki til námsmanna og rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga)
 • Almenn útgáfa, svo sem bóka, geisladiska og kvikmynda
 • Námsstyrkir
 • Utanlandsferðir 

Fyrri úthlutanir