Laus störf

Viljir þú slást í hóp starfsfólks Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

Tækifærin hjá okkur eru fjölmörg og markmiðið er að byggja upp fjölbreyttan vinnustað þar sem ólík gildi og menning eru aflgjafi nýsköpunar. Við trúum því að þannig náist betri árangur og forsendur fyrir krefjandi og uppbyggilegu vinnuumhverfi.

Starfsfólk okkar býr yfir fjölbreyttri reynslu og menntun og jafnfréttisstefna er samofin rekstri fyrirtækisins. Við gerum miklar kröfur til okkar fólks en bjóðum jafnframt spennandi tækifæri til að þroskast í starfi og taka þátt í að gera Landsvirkjun enn verðmætari fyrir þjóðina.

Miklar umbætur hafa orðið á mannauðsmálum á undanförnum árum. Unnið var að mótun og þróun mannauðsferla innan fyrirtækisins og stjórnun efld og bætt. Einu sinni á ári eiga sér stað frammistöðusamtöl þar sem farið er yfir þær hæfniskröfur sem fylgja hverju starfi.

Starfsfólk fær þar skýra umsögn og endurgjöf um það sem vel er gert og hvað betur má fara. Jafnframt hefur aukin áhersla verið lögð á innri samskipti og bætta upplýsingagjöf til starfsfólks þar sem innri vefurinn gegnir lykilhlutverki.

Laus störf

 • Landsvirkjun leggur áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður fyrir framúrskarandi starfsfólk. Hjá fyrirtækinu stafar fjölbreyttur hópur þar sem ólík gildi og menning eru aflgjafi nýsköpunar. Viljir þú slást í hóp starfsmanna Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

  Athugið að almenn umsókn kemur ekki í stað umsóknar um auglýst störf. Við hvetjum þig til að fylgjast áfram með auglýstum störfum og sækja um ef þú uppfyllir skilyrði um menntun og hæfni.

  • Umsóknarfrestur frá: 01.01.2021
  • Umsóknarfrestur til: 31.12.2021
  • Hafa samband: Starfsmannasvið Landsvirkjunar (starfsmannasvid@landsvirkjun.is)
 • Sótt er um starfið hjá Hagvangi

  Framtíðarsýn okkar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Við þurfum rétta samstarfsfólkið, sem hjálpar okkur að láta þennan draum rætast.

  Núna leitum við að þér, sem hefur áhuga og þekkingu á sjálfbærni og vilja til að gera heiminn betri, þannig að ekki sé gengið á verðmæti og auðlindir komandi kynslóða.

  Starfið er í teymi stefnumótunar og sjálfbærni. Við leiðum stefnumótun fyrirtækisins, höfum  sjálfbærni að leiðarljósi og tryggjum innbyrðis samræmi við aðrar innri stefnur. Teymið vinnur þétt saman, en á líka mikið samstarf við annað starfsfólk, vítt og breitt um fyrirtækið.

  Í þessu teymi tekur þú þátt í að:

  • móta stefnu fyrirtækisins og styðja við innleiðingu hennar og umbótaverkefni
  • marka sjálfbærniáherslur og samþætta við stefnu okkar
  • móta upplýsingagjöf sem tengist sjálfbærni og samþætta við almenn skilaboð okkar
  • vakta breytingar í umhverfi okkar og hafa frumkvæði að viðbrögðum

  Hæfni og reynsla:

  • háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • góð samskiptahæfni og vilji til að vinna í teymi
  • gott vald á íslensku og ensku, í ræðu og riti
  • frumkvæði og skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

  Umsóknarfrestur er til og með 8. desember

  Sótt er um starfið hjá Hagvangi

  • Umsóknarfrestur frá: 26.11.2021
  • Umsóknarfrestur til: 08.12.2021
  • Hafa samband: Þóra María
 • Vilt þú blanda þér í hóp okkar við Blöndu?

  Við óskum eftir liðsauka í öflugt teymi starfsfólks Blöndustöðvar. Í starfinu felst viðhald, eftirlit og rekstur aflstöðva og veitumannvirkja. Fjölbreytt og krefjandi starf við ástandsmælingar og greiningar á rafbúnaði.

  • Sveinspróf í rafiðn   
  • Þekking á viðhaldi búnaðar; loft-, kæli-, vökva- og rafkerfa er kostur
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að tileinka sér nýjungar
  • Góð tölvukunnátta

  Sótt er um starfið á vef Landsvirkjunar, Landsvirkjun.is.

  Fyrrspurnir má senda á starf@landsvirkjun.is

  Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2021.

  • Umsóknarfrestur frá: 02.12.2021
  • Umsóknarfrestur til: 15.12.2021
  • Hafa samband: Þóra María
 • Skelltu þér til okkar við Sogið!

  Við óskum eftir liðsauka í öflugt teymi starfsfólks á Sogssvæði. Í starfinu felstviðhald, eftirlit og rekstur aflstöðva og veitumannvirkja. Fjölbreytt og krefjandi starf við ástandsmælingar og greiningar á vélbúnaði.

  • Menntun á vélasviði
  • Þekking á viðhaldi búnaðar; véla-, vökva- og rafkerfa
  • Þekking á loftkerfum,teikningalestri og stjórnkerfum er kostur
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að tileinka sér nýjungar
  • Góð tölvukunnátta

  Sótt er um starfið á vef Landsvirkjunar, Landsvirkjun.is.

  Fyrrspurnir má senda á starf@landsvirkjun.is

  Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2021.

  • Umsóknarfrestur frá: 02.12.2021
  • Umsóknarfrestur til: 15.12.2021
  • Hafa samband: Þóra María
 • Vilt þú eiga gæðastundir með okkur?

  Sótt er um starfið hjá Vinnvinn

  Deilir þú með okkur framtíðarsýn um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku? Ertu sérfræðingur í gæðamálum? Við viljum að það sem við gerum til að láta drauminn rætast standist ströngustu gæðakröfur og þess vegna leitum við að þér.

  Hlutverk þitt verður að leiða gæðamál fyrirtækisins og gera starf okkar betra og skilvirkara, á framsækinn og lifandi hátt, í samvinnu við starfsfólk á öllum sviðum fyrirtækisins. Þú verður hluti af teymi stjórnunarkerfis og umbóta, sem vinnur þétt og náið saman.

  Þú munt m.a.:

  • reka gæðakerfi fyrirtækisins, sem vottað er samkvæmt alþjóðlegum stjórnunarstöðlum
  • þróa gæðakerfið, með stöðugar umbætur að leiðarljósi
  • skipuleggja og halda utan um ytri vottunarúttektir og innri úttektir
  • styðja við aðra málaflokka stjórnunarkerfisins s.s. áhættustýringu og öryggismál

  Hæfni og reynsla:

  • reynsla af gæðamálum
  • góð samskiptahæfni og vilji til að vinna í teymi
  • frumkvæði og skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • háskólamenntun sem nýtist í starfi

  Umsóknarfrestur er til og með 15. desember

  Sótt er um starfið hjá Vinnvinn.

  • Umsóknarfrestur frá: 03.12.2021
  • Umsóknarfrestur til: 15.12.2021
  • Hafa samband: Þóra María
 • Kannt þú að sameina innkaup og hugsjón um betri heim?

  Sótt er um starfið hjá Vinnvinn

  Við hjá Landsvirkjun leggjum okkur fram um að gera heiminn betri með endurnýjanlegri orkuvinnslu, sem er einn af lykilþáttunum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Til þess þurfum við auðvitað að kaupa ýmis aðföng og þar kemur þú inn í dæmið, sem sérfræðingur í innkaupum og áhugamanneskja um sjálfbærni og hag komandi kynslóða.

  Starfið er í teymi innkaupa. Við leiðum framkvæmd innkaupa, til samræmis við stefnu fyrirtækisins, með hagkvæmni, gagnsæi, samfélagsábyrgð og vistvæn innkaup að leiðarljósi. Teymið vinnur þétt saman, en á líka mikið samstarf við annað starfsfólk, vítt og breitt um fyrirtækið.

  Í þessu teymi tekur þú þátt í að:

  • vinna að þróun verklags og vinna að sjálfbærum og vistvænum innkaupum
  • verkstýra útboðum og verðkönnunum, ásamt aðstoð við gerð samninga og framkvæmd innkaupa
  • bæta skilvirkni og hagkvæmni við innkaup
  • áframhaldandi þróun á stafrænum ferlum innkaupa

  Hæfni og reynsla:

   háskólamenntun sem nýtist í starfigóð samskiptahæfni og vilji til að vinna í teymilausnamiðuð og gagnrýnin hugsunfrumkvæði, metnaður og skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • reynsla af innkaupum, gerð útboðsgagna, rekstri samninga og samningagerð er kostur

  þekking á samningsskilmálum eins og IST-30 og FIDIC er kostur

  Sótt er um starfið hjá Vinnvinn.

  • Umsóknarfrestur frá: 03.12.2021
  • Umsóknarfrestur til: 15.12.2021
  • Hafa samband: Þóra María