Laus störf

Viljir þú slást í hóp starfsfólks Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

Tækifærin hjá okkur eru fjölmörg og markmiðið er að byggja upp fjölbreyttan vinnustað þar sem ólík gildi og menning eru aflgjafi nýsköpunar. Við trúum því að þannig náist betri árangur og forsendur fyrir krefjandi og uppbyggilegu vinnuumhverfi.

Starfsfólk okkar býr yfir fjölbreyttri reynslu og menntun og jafnfréttisstefna er samofin rekstri fyrirtækisins. Við gerum miklar kröfur til okkar fólks en bjóðum jafnframt spennandi tækifæri til að þroskast í starfi og taka þátt í að gera Landsvirkjun enn verðmætari fyrir þjóðina.

Miklar umbætur hafa orðið á mannauðsmálum á undanförnum árum. Unnið var að mótun og þróun mannauðsferla innan fyrirtækisins og stjórnun efld og bætt. Einu sinni á ári eiga sér stað frammistöðusamtöl þar sem farið er yfir þær hæfniskröfur sem fylgja hverju starfi.

Starfsfólk fær þar skýra umsögn og endurgjöf um það sem vel er gert og hvað betur má fara. Jafnframt hefur aukin áhersla verið lögð á innri samskipti og bætta upplýsingagjöf til starfsfólks þar sem innri vefurinn gegnir lykilhlutverki.

Laus störf

 • Landsvirkjun leggur áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður fyrir framúrskarandi starfsfólk. Hjá fyrirtækinu stafar fjölbreyttur hópur þar sem ólík gildi og menning eru aflgjafi nýsköpunar. Viljir þú slást í hóp starfsmanna Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

  Athugið að almenn umsókn kemur ekki í stað umsóknar um auglýst störf. Við hvetjum þig til að fylgjast áfram með auglýstum störfum og sækja um ef þú uppfyllir skilyrði um menntun og hæfni.

  • Umsóknarfrestur frá: 01.01.2021
  • Umsóknarfrestur til: 31.12.2021
  • Hafa samband: Starfsmannasvið Landsvirkjunar (starfsmannasvid@landsvirkjun.is)
 • Sótt er um starfið hjá Hagvangi,  Hagvangur.is

  Viltu koma okkur á grænni grein?

  Við hjá Landsvirkjun leitumst við að vera fyrirmynd í ráðdeild og vistvænum rekstri, sem og að bæta okkar starfsumhverfi. Því leitum við að verkefnisstjóra í deild nærsamfélags og græns reksturs. Deildin er á sviði Samfélags og umhverfis og styður við önnur svið fyrirtækisins í sameiginlegri vegferð að kolefnishlutleysi, grænum rekstri, samfélagslega ábyrgri starfsemi og virku samstarfi og samtali í nærsamfélögum.

  Helstu verkefni verkefnisstjóra:

  • Ber ábyrgð á þróun, innleiðingu og eftirfylgni græns reksturs á starfsstöðvum Landsvirkjunar
  • Hefur frumkvæði í miðlun árangurs af grænum rekstri fyrirtækisins
  • Hefur frumkvæði að úrbótum og gerir tillögur um bætt verklag sem tengist grænum rekstri
  • Styður við samskipti fyrirtækisins í nærsamfélögum aflstöðva vegna umhverfis- og samfélagsmála

  Menntun, reynsla og eiginleikar:

  • Framhaldsmenntun í umhverfisfræðum, umhverfisstjórnun, umhverfisverkfræði eða öðru námi sem nýtist í starfi
  • Reynsla eða þekking á innleiðingu græns rekstur, t.d. grænna skrefa
  • Jákvætt viðhorf og framúrskarandi samskiptaeiginleikar
  • Metnaður til að vera hluti af sterkri liðsheild

  Umsóknarfrestur er til 26. október.

  • Umsóknarfrestur frá: 15.10.2021
  • Umsóknarfrestur til: 26.10.2021
  • Hafa samband: Þóra María