Í grænu hagkerfi er lykilatriði að fara vel með þær auðlindir og eignir sem við pössum fyrir komandi kynslóðir. Auk þess að vinna rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum leggjum við hjá Landsvirkjun áherslu á að viðhalda mannvirkjum okkar sem best, til að lengja líftíma þeirra og fá sem mest út úr þeim.
Við óskum eftir að ráða tvo einstaklinga í öflugt teymi rekstrar og viðhalds á Mývatnssvæðinu, en þar rekum við Gufustöðina í Bjarnarflagi, Kröflustöð og Þeistareykjastöð. Í starfinu felst viðhald, eftirlit og rekstur aflstöðva og veitumannvirkja og er það mjög fjölbreytt og krefjandi.
Hæfni og þekking:
- Menntun á sviði vélfræði eða rafvirkjunar
- Þekking á viðhaldi búnaðar: loft-, véla-, vökva- og rafkerfa
- Reynsla af störfum tengdum raforkuvirkjum eða iðnaði er kostur
- Þekking í teikningalestri, ásandsmælingum og stjórnkerfum er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að tileinka sér nýjungar
- Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum
- Góð tölvukunnátta
- Umsóknarfrestur frá: 03.02.2023
- Umsóknarfrestur til: 19.02.2023
- Hafa samband: Anna Rut Þráinsdóttir, mannaudur@landsvirkjun.is