Laus störf

Hér getur þú kynnt þér og sótt um laus störf hjá Landsvirkjun.

Ef þú vilt slást í hópinn okkar getur þú sent inn almenna umsókn.

 • Landsvirkjun leggur áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður fyrir framúrskarandi starfsfólk. Hjá fyrirtækinu stafar fjölbreyttur hópur þar sem ólík gildi og menning eru aflgjafi nýsköpunar. Viljir þú slást í hóp starfsfólks Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

  Athugið að almenn umsókn kemur ekki í stað umsóknar um auglýst störf. Við hvetjum þig til að fylgjast áfram með auglýstum störfum og sækja um ef þú uppfyllir skilyrði um menntun og hæfni.

  • Umsóknarfrestur frá: 01.01.2022
  • Umsóknarfrestur til: 31.12.2022
  • Hafa samband: Mannauður og menning (mannaudur@landsvirkjun.is)
 • Landsvirkjun leitar að verkefnisstjóra á Norðvesturlandi í teymi nærsamfélags og náttúru. Áhersla er á frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum í starfsumhverfi sem er bæði fjölbreytt og lifandi.

  Helstu verkefni:

  • Undirbúningur og framkvæmd samfélagsverkefna
  • Gerð og eftirfylgni samskiptaáætlana
  • Samskipti við hagsmunaaðila í nærsamfélagi aflstöðva
  • Umsjón með landbótaverkefnum
  • Styðja við þróun, innleiðingu og eftirfylgni græns reksturs

  Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi samskiptaeiginleikar og jákvætt viðhorf
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þekking og reynsla af samskiptum við fjölbreyttan hóp hagsmunaaðila
  • Þekking eða reynsla af umhverfis- og/eða orkumálum er kostur

  Starfsstöð viðkomandi verður í Blöndustöð en hægt verður að vinna hluta starfsins á starfsstöð Landsvirkjunar á Akureyri.

  Umsóknarfrestur er til og með 25. september n.k.

  • Umsóknarfrestur frá: 09.09.2022
  • Umsóknarfrestur til: 25.09.2022
  • Hafa samband: Þóra María, mannaudur@landsvirkjun.is