Jöfn tækifæri
Stefna okkar er að gæta fyllsta jafnréttis og að starfsfólk njóti jafnra tækifæra. Við trúum því að í fjölbreytileikanum liggi aukin tækifæri.
Gætt er að jafnrétti hvað varðar ábyrgð og þátttöku starfsfólks í starfshópum, stjórnum og nefndum.
Greidd eru jöfn laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.