Loftslagsmál

Við tökum loftslagsbreytingar alvarlega og erum stolt af framlagi okkar til loftslagsmála. Orkuvinnsla Landsvirkjunar samræmist markmiðum heims um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Við gerum gott betur og ætlum að halda áfram að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfseminnar.

Hér er fjallað um framlag okkar til loftslagsmála, loftslagsáhrif okkar og hvernig við vinnum að því að draga úr þeim.

Losun með því lægsta sem þekkist á heimsvísu

Orka unnin úr endurnýjanlegum auðlindum spilar lykilhlutverk í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Öll orkuvinnsla Landsvirkjunar telst verulegt framlag til mótvægis við loftslagsbreytingar og samræmist þannig markmiði heims um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C frá iðnbyltingu.

Losun vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar er og verður undir viðmiðum samtakanna Science Based Targets (SBTi) um hlýnun inn 1,5°C og alþjóða orkusamtakanna (IEA) um kolefnishlutlausan heim (Net Zero), nú og til framtíðar.
Losun vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar er og verður undir viðmiðum samtakanna Science Based Targets (SBTi) um hlýnun inn 1,5°C og alþjóða orkusamtakanna (IEA) um kolefnishlutlausan heim (Net Zero), nú og til framtíðar.

Losun orkuvinnslu okkar er 3,3 g CO₂-íg/kWst á ári, sem er með því lægsta sem þekkist í orkugeiranum á heimsvísu. Iðnaður sem er knúinn grænni, endurnýjanlegri orku hefur lægra kolefnisspor á vörum og þjónustu. Slíkur iðnaður leiðir af sér minni notkun á jarðefnaeldsneyti, bætta nýtingu auðlinda og er mikilvægur vettvangur fyrir nýsköpun, vitundarvakningu og aukna verðmætasköpun.

Færsla úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfi er lykilþáttur í vegferðinni að kolefnishlutleysi. Þar spilar orkuvinnsla úr endurnýjanlegum auðlindum stórt hlutverk. Nýleg greining (KPMG, 2023) bendir til þess að auk áherslu á endurvinnslu þurfi að leggja aukna áherslu á orkuskipti, hringrás lífmassa, vistvæna mannvirkjagerð og hringrásarneyslu. Starfsemi okkar styður við allar þessar áherslur.

Gerum gott enn betra

Við vinnum að því auka raforkuvinnslu sem samræmist markmiði heims um að halda hlýnun innan við 1,5°C og auka þannig framlag okkar til loftslagsmála. Auk þess vinnum við markvisst að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá okkar starfsemi.

Stærsti losunarþáttur í okkar starfsemi er losun frá jarðvarmastöðvum. Við höfum sett okkur markmið um að losun jarðvarmastöðva á orkueiningu verði 80% lægri árið 2030 en árið 2008. Árið 2050 verður losun frá jarðvarmastöðvum að mestu horfin.

Við vitum að orkuskipti leika lykilhlutverk í baráttunni gegn hlýnun jarðar og því ætlum við að hætta að kaupa jarðefnaeldsneyti á bifreiðar, vararaflstöðvar og önnur tæki árið 2030. Við höfum unnið hörðum höndum að rafvæðingu bílaflota okkar og höfum sett upp hraðhleðslustöðvar á öllum orkuvinnslusvæðum. Í þeim tilfellum sem rafvæðing er ekki kostur höfum við notað vetnismeðhöndlaða lífolíu en losun vegna hennar er mun minni en vegna hefðbundinnar dísilolíu.

Bygging nýrra virkjana hefur óhjákvæmilega í för með sér aukna losun gróðurhúsalofttegunda á meðan framkvæmdum stendur. Vistferilsgreiningar okkar hafa sýnt að sú losun er að mestu leyti vegna notkunar jarðefnaeldsneytis á framkvæmdatíma og vegna framleiðslu stáls og steypu sem notuð er í mannvirki. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið um samdrátt í losun vegna þessara þriggja þátta. Við grípum til aðgerða bæði á hönnunar- og framkvæmdastigi verkefna og notum innra kolefnisverð sem fjárhagslegan hvata til verktaka okkar að draga úr losun.

Lykiltölur úr loftslagsbókhaldi 2024

Við birtum hálfsárslega upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni og bindingu kolefnis í verkefnum á okkar vegum.

  • Kolefnisspor

    0tonnCO₂ -íg2%
  • Heildarlosun

    0tonnCO₂ -íg
  • Kolefnisbinding

    0tonnCO₂ -íg1%
  • Kolefnisspor á orkueiningu

    0gCO₂ -íg/kWst1%
  • Heildarlosun á orkueiningu

    0gCO₂ -íg/kWst3%
  • Losun orkuvinnslu á orkueiningu

    0gCO₂ -íg/kWst5%
  • Orkuvinnsla

    0TWst3%
  • Forðuð losun vegna orkuvinnslu

    0m. tonnCO₂ -íg4%