Aðgerðaáætlun

Landsvirkjun stuðlar að sjálfbærum heimi með umhverfislega sjálfbærri orkuvinnslu sem samræmist markmiðum heims um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C.

Metnaðarfull aðgerðaáætlun loftslags- og umhverfismála

Við vitum að tíminn til aðgerða er núna. Fyrirtæki þurfa að setja sér metnaðarfull markmið til að stemma stigu við loftslagsbreytingar og hlúa að umhverfinu.

Við viljum taka þátt í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum, sýna virðingu fyrir þeim náttúruauðlindum okkur hefur verið treyst fyrir að nýta og vanda til verka. Þess vegna höfum við búið til áætlun um aðgerðir í loftslags- og umhverfismálum.

Í henni birtast metnaðarfull markmið og aðgerðir sem sýna forgangsröðun okkar næstu árin.

Lykiltölur

úr loftslagsbókhaldi Landsvirkjunar fyrir árið 2023

  • Kolefnisspor

    0tonnCO₂ -íg22%
  • Heildarlosun

    0tonnCO₂ -íg7%
  • Kolefnisbinding

    0tonnCO₂ -íg2%
  • Kolefnisspor á orkueiningu

    0gCO₂ -íg/kWst22%
  • Heildarlosun á orkueiningu

    0gCO₂ -íg/kWst7%
  • Losun orkuvinnslu á orkueiningu

    0gCO₂ -íg/kWst5%
  • Orkuvinnsla

    0TWst
  • Forðuð losun vegna orkuvinnslu

    0m. tonnCO₂ -íg

Hörður Arnarson forstjóri

„Loftslagsbreytingar varða okkur öll.

Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar berum við ábyrgð á að bregðast við þeirri stöðu sem nú blasir við.

Við viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, sem eru eitt mest aðkallandi viðfangsefni mannkyns.“