Loftslags- og umhverfisstefna

Virðing fyrir náttúru og ábyrg nýting auðlinda

Nýting endurnýjanlegra auðlinda felur í sér inngrip í náttúruna sem óhjákvæmilega veldur raski á umhverfinu. Það er á okkar ábyrgð að lágmarka þetta rask eins og kostur er.

Í loftslags- og umhverfisstefnu Landsvirkjunar skilgreinum við áherslur okkar og er hún leiðarvísir okkar að árangri.

Loftslags- og umhverfisstefnan okkar:

Landsvirkjun stuðlar að sjálfbærum heimi með umhverfislega sjálfbærri orkuvinnslu sem er mótvægi við loftslagsbreytingar og samræmist markmiðum heims um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C miðað við upphaf iðnbyltingar.

Við berum virðingu fyrir náttúru landsins og ásýnd þess og vinnum stöðugt að því að bæta nýtingu auðlinda og koma í veg fyrir sóun. Við stöndum vörð um líffræðilega fjölbreytni með vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Áhersla er lögð er á að þekkja umhverfisáhrif starfseminnar, að draga úr þeim og koma í veg fyrir umhverfisatvik.

Við tökum virkan þátt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsvánni. Markvisst er unnið að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfseminnar, styðja við skuldbindingar Íslands um samdrátt í samfélagslosun og bregðast við þeim áskorunum og tækifærum sem loftslagsbreytingum fylgja.

Skýr markmið

Mælikvarðar loftslags- og umhverfisstefnu

  • Hlutfall umhverfislega sjálfbærrar orkuvinnslu (%)

  • Fjöldi umhverfisatvika

  • Losun gróðurhúsalofttegunda vegna orkuvinnslu (gCO2 ígildi/kWst)

  • Hlutfall seldrar orku af orkugetu (%)

  • Kolefnisspor (tonn CO2 ígilda á ári)

Jóhanna Hlín Auðunsdóttir
Forstöðumaður - Loftslag og áhrifastýring