Umhverfislega sjálfbær orkuvinnsla
Það er stefna Landsvirkjunar að stuðla að sjálfbærri framtíð með umhverfislega sjálfbærri raforkuvinnslu sem samræmist markmiðum heims um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C frá iðnbyltingu.
Þessir mælikvarðar eru ekki úr lausu lofti gripnir. Hér er fjallað um það hvernig endurnýjanleg raforkuvinnsla úr vatnsorku, jarðvarmaorku og vindorku – kjarnastarfsemi Landsvirkjunar - flokkast sem atvinnustarfsemi sem raunverulega stuðlar að sjálfbærni og telst verulegt framlag til mótvægis við loftslagsbreytingar.