Framkvæmdin

Jarðtæknirannsóknir á svæðinu

Fyrstu skrefin að framkvæmdum við vindorkuverið voru tekin í júní 2024. Þá hófust jarðtæknirannsóknir til að rannsaka jarðlög undir fyrirhuguðum vindmyllum, byggingum og vegi. Þeim lauk síðan í september 2024.

Í rannsóknunum fólust m.a. hátt í 30 kjarnaboranir, en einnig voru grafnar gryfjur í laus jarðlög við hvert vindmyllustæði. Þá var loftborað í vegstæði að fyrirhuguðum vindmyllum og í næsta nágrenni fyrirhugaðra mannvirkja, auk þess sem boraðar voru tvær vatnstökuholur innan svæðisins. Niðurstöður rannsóknanna veita mikilvægar upplýsingar fyrir endanlega hönnun mannvirkja.

Hvað er framundan?

Framkvæmdir 2025

  • Vegagerð og aðstöðusköpun innan framkvæmdasvæðis heldur áfram​.
  • Byggingaframkvæmdir hefjast​.
  • Farið verður í uppbyggingu Landvegar​. 13 km kafli verður endurbættur og sett bundið slitlag​.
  • Undirbúningur fyrir flutning á vindmyllum hefst.​

Áhrif framkvæmda utan framkvæmdasvæðis
sumarið 2025

  • Framkvæmdir við Landveg.​
  • Vegbætur á flutningsleiðum.
  • Vegagerð á framkvæmdavæði.

Helstu stærðir

  • Vegagerð

    0km

    Framkvæmdarsvæði

  • Vegbætur

    0km

    Landvegur

  • Skurðir

    0km

    Á framkvæmdarsvæði

  • Strenglagnir

    0km

    Á framkvæmdarsvæði

  • Safnstöð

    0

    grafinn grunnflötur, auk 180 m² kjallara

Þjónustuhús á Hellu

Við hjá Landsvirkjun erum að hefja undirbúning hönnunar á þjónustuhúsi fyrir Vaðölduver, fyrsta vindorkuver landsins.

Þjónustuhúsið verður að Faxaflötum 2a á Hellu, og fær mikilvægt hlutverk sem ein af starfsstöðvum Landsvirkjunar. Auk starfsfólks okkar mun starfsfólk frá vindmylluframleiðandanum Enercon einnig hafa aðstöðu í húsinu.

Þjónustuhúsið verður um 350 fermetrar og þar verður að finna vinnurými, fundarherbergi, kaffiaðstöðu og verkstæði.