Framkvæmdin

Jarðtæknirannsóknir á svæðinu

Fyrstu skrefin að framkvæmdum við vindorkuverið voru tekin í júní 2024. Þá hófust jarðtæknirannsóknir til að rannsaka jarðlög undir fyrirhuguðum vindmyllum, byggingum og vegi. Þeim lauk síðan í september 2024.

Í rannsóknunum fólust m.a. hátt í 30 kjarnaboranir, en einnig voru grafnar gryfjur í laus jarðlög við hvert vindmyllustæði. Þá var loftborað í vegstæði að fyrirhuguðum vindmyllum og í næsta nágrenni fyrirhugaðra mannvirkja, auk þess sem boraðar voru tvær vatnstökuholur innan svæðisins. Niðurstöður rannsóknanna veita mikilvægar upplýsingar fyrir endanlega hönnun mannvirkja.

Hvað er framundan?

Framkvæmdir 2025

  • Vegagerð og aðstöðusköpun innan framkvæmdasvæðis heldur áfram​.
  • Byggingaframkvæmdir hefjast​.
  • Uppbygging Landvegar​.
  • 13 km kafli endurbættur og sett bundið slitlag​.
  • Verktími sumar-vetur 2025​.
  • Undirbúningur fyrir flutning á vindmyllum.​

Áhrif framkvæmda utan framkvæmdasvæðis
sumarið 2025

  • Flutningar á þjóðvegum.​
  • Framkvæmdir við Landveg.​
  • Vegbætur á flutningsleiðum.