Konur í orkumálum

18.11.2020Orka

Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, leiddi panelumræður á Reykjavík Global Forum – Women Leaders ráðstefnunni 11. nóvember sl. Landsvirkjun var einn styrktaraðila ráðstefnunnar. Umfjöllunarefnið var konur í orkumálum.

Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, leiddi panelumræður á Reykjavík Global Forum – Women Leaders ráðstefnunni 11. nóvember sl. Landsvirkjun var einn styrktaraðila ráðstefnunnar. Umfjöllunarefnið var konur í orkumálum. Í hópnum voru Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans og Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Orkusölusviðs Landsvirkjunar, auk Kristínar sjálfrar.

Konurnar eru sammála um að viðhorf innan orkufyrirtækja sé enn víða karllægt og töluvert skorti á hvatningu til stúlkna og ungra kvenna að hasla sér völl þar. Stúlkur þurfi skýrar fyrirmyndir og þær þurfi að fá að kynnast orkumálum af eigin raun, til að átta sig á fjölbreytileika starfa og möguleikum. Þær konur, sem þegar starfi innan geirans, þurfi að axla þá ábyrgð að vera fyrirmyndir.Þær eru allar á einu máli um að fjölgun kvenna innan orkugeirans og virkt jafnrétti komi ekki eingöngu konunum sjálfum til góða. Vinnustaðirnir verði betri fyrir alla starfsmenn, þegar þeir endurspegli þjóðfélagið allt.

Hlusta á samræðurnar