Vinnsla stöðvuð
Vinnsla hefur verið stöðvuð í Vatnsfellsstöð eftir að vart varð við leka nálægt inntaksmannvirkjum stöðvarinnar í gær. Ákveðið var að tæma inntakslónið svo hægt sé að greina nánar ástæður lekans. Inntakslónið er lítið og gert ráð fyrir að tæmingu þess ljúki á morgun, mánudag.