Þórisvatn fullt í fyrsta sinn frá 2019

04.08.2025Orka

Bæði Hálslón og Þórisvatn fylltust í nótt. Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem Þórisvatn fyllist en síðast gerðist það sumarið 2019.

Séð yfir Þórisvatn.
Séð yfir Þórisvatn.

Stærstu uppistöðulónin fyllast

Bæði Hálslón og Þórisvatn fylltust í nótt. Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem Þórisvatn fyllist en síðast gerðist það sumarið 2019. Hálslón og Þórisvatn eru stærstu uppistöðulón Landsvirkjunar.

Hlýindi og vætutíð í vor og sumar hafa gert það að verkum að innrennsli í öll lón Landsvirkjunar hefur verið gott undanfarnar vikur og mánuði.

Hverfandi birtist

Skoða rauntímavöktun Landsvirkjunar

Hálslón, uppistöðulón Fljótsdalsstöðvar, er komið á yfirfall og fossinn Hverfandi því farinn að steypast niður í Hafrahvammagljúfur. Það þýðir að Jökulsá á Dal neðan virkjunar verður vatnsmikil, straumhörð og gruggug um tíma, þar á meðal í Stuðlagili.

Fossinn Hverfandi steypist í gljúfrið
Fossinn Hverfandi steypist í gljúfrið

Hægt er að fylgjast með vatnshæð miðlunarlóna daglega á rauntímavöktunarvefnum okkar.