Stærstu uppistöðulónin fyllast
Bæði Hálslón og Þórisvatn fylltust í nótt. Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem Þórisvatn fyllist en síðast gerðist það sumarið 2019. Hálslón og Þórisvatn eru stærstu uppistöðulón Landsvirkjunar.
Hlýindi og vætutíð í vor og sumar hafa gert það að verkum að innrennsli í öll lón Landsvirkjunar hefur verið gott undanfarnar vikur og mánuði.