Bráðabirgðaúrskurður hefur óveruleg áhrif á undirbúnings- framkvæmdir

31.07.2025Hvammsvirkjun, Orka

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendi í dag frá sér bráðabirgðaúrskurð um stöðvun hluta undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun.

Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun
Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun

Bráðabirgðaúrskurður hefur óveruleg áhrif á undirbúnings- framkvæmdir

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendi í dag frá sér bráðabirgðaúrskurð um stöðvun hluta undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun. Úrskurðurinn kemur í kjölfar dóms Hæstaréttar fyrr í mánuðinum, þar sem virkjunarleyfi framkvæmdarinnar var ógilt vegna mistaka eða handvammar við lagasetningu árið 2011.

Aðeins einn verktaki er að störfum við undirbúningsframkvæmdir Hvammsvirkjunar. Landsvirkjun óskaði eftir áframhaldandi heimild fyrir þeim, þar sem framkvæmdirnar hafa ekki áhrif á vatnshlot eða árfarveg.

Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar kemur ekki á óvart í ljósi dóms Hæstaréttar en Landsvirkjun telur mjög jákvætt að meðalhófs hafi verið gætt af hennar hálfu. Þannig tekur úrskurður nefndarinnar ekki til uppsetningar vinnubúða og halda þær því ótruflað áfram. Jafnframt segir nefndin að heimilt sé að ljúka við frágang efsta burðarlags á vegum og plönum á framkvæmdasvæðinu. Stöðvun framkvæmda hefur því eingöngu áhrif á undirbúningsframkvæmdir í frárennslisskurði en efni úr frárennslisskurði hefur verið nýtt til vegagerðar.

Virkjunarleyfi til bráðabirgða í ágúst

Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfi til bráðabirgða stuttu eftir að dómur Hæstaréttar lá fyrir og óskaði eftir því að málsmeðferð við afgreiðslu nýrrar umsóknar um virkjunarleyfi og heimildar til breytingar á vatnshloti hæfist að nýju. Er það í samræmi við ný lög sem samþykkt voru á Alþingi í vor til að leiðrétta mistökin sem gerð voru við setningu laga um stjórn vatnamála árið 2011.

Í úrskurðinum kemur fram að fyrirséð sé að virkjunarleyfi til bráðabirgða verði gefið út í ágúst og það sé á forræði Landsvirkjunar að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdum.

Óveruleg áhrif

Nánari upplýsingar um Hvammsvirkjun

Landsvirkjun hefur þannig, í ljósi aðstæðna, undirbúið áframhaldandi málsmeðferð vegna öflunar nýrra leyfa eftir fremsta megni.

Það er okkar mat að úrskurðurinn muni hafa óveruleg áhrif á undirbúningsframkvæmdir og er vonast til að ný leyfi verði veitt á næstu vikum. Áfram verður unnið að framkvæmdum í fullu samræmi við niðurstöðu nefndarinnar.

Skráning á póstlista

Skráðu þig á póstlista Landsvirkjunar. Við sendum reglulega út tölvupósta um viðburði og orkumál auk nýjustu frétta af fyrirtækinu.

Aðrar fréttir