Staða virkjunarleyfis
Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun 12. september 2024 og sveitarfélögin tvö sem framkvæmdir ná til, Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, gáfu út framkvæmdaleyfi 16. og 24. október 2024.
Héraðsdómur felldi hins vegar virkjanaleyfið úr gildi með dómi sínum 15. janúar 2025, á þeirri forsendu að Umhverfisstofnun hafi skort lagastoð til að heimila breytingu á vatnshloti Þjórsár. Alþingi setti ný lög á vormánuðum 2025. Eftir að Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms í júlí 2025, með vísan í mistök í eldri lagasetningu, ákvað Landsvirkjun að sækja um bráðabirgðaleyfi á grundvelli nýju laganna.