Hugsanlegar tafir á framkvæmdum

Framkvæmdir við Hvammsvirkjun gætu tafist um ófyrirséðan tíma, í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi hennar úr gildi. Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dóminum og óska eftir að málið fari beint til Hæstaréttar. Þá hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra boðað frumvarp sem greiði fyrir framkvæmdum við Hvammsvirkjun og komi í veg fyrir frekari tafir. Áfram verður skýrt frá stöðunni á þessari síðu eftir því sem málum vindur fram.

Forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur hinn 15. janúar eru að Umhverfisstofnun hafi skort lagastoð til að heimila breytingu á vatnshloti Þjórsár og því geti virkjunarleyfið ekki staðið. Við innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins hafi löggjafinn í raun gert Umhverfisstofnun ókleift að veita heimild til breytingar á vatnshloti fyrir byggingu vatnsaflsvirkjana og þar með sé ekki hægt að gefa út virkjunarleyfi.

Hvammsvirkjun verður byggð

Við hjá Landsvirkjun erum sannfærð um að Hvammsvirkjun verður byggð, enda hefur stuðningur við það á Alþingi og í samfélaginu almennt líklega aldrei verið meiri. Við höfum vandað mjög til allra verka á öllum stigum undirbúnings virkjunarinnar, sem er eflaust mest og best rannsakaða verkefni á landinu.

Áætlanir okkar gerðu ráð fyrir að hverflar Hvammsvirkjunar færu að snúast síðla árs 2029 en svo gæti farið að sú dagsetning standist ekki. Seinkun verkefnisins mun hafa mjög neikvæðar afleiðingar fyrir vöxt og viðgang samfélagsins, enda er staðan í raforkukerfinu þegar orðin mjög þröng og þar mun enn herða að á næstu árum.

Um Hvammsvirkjun

Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjunin verður á stærsta aflsvæði Landsvirkjunar, Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, en þar eru fyrir sjö aflstöðvar sem virkja orku þessara tveggja árkerfa. Upptök orkuvinnslusvæðisins eru í Hofsjökli og Vatnajökli, þaðan sem vatnið rennur úr um 600 metra hæð og losar gríðarmikla orku á leið sinni til sjávar.

Fyrirhuguð Hvammsvirkjun mun nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey austan við Þjórsárholt.

Með því að virkja fall í Þjórsá neðan núverandi virkjana vill Landsvirkjun hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir.

Séð yfir mannvirki Hvammsvirkjunar - tölvugerð myndSéð yfir mannvirki Hvammsvirkjunar - tölvugerð myndFyrirEftir

Vönduð útlitshönnun

Auk mats- og skipulagsvinnu stendur nú yfir lokaundirbúningur virkjunarinnar, sem m.a. felst í vandaðri útlitshönnun mannvirkja, landslagshönnun, rýni á veigamiklum þáttum hönnunar og útfærslu á mótvægisaðgerðum til að lágmarka umhverfisáhrif.

Virkjunarsvæðið, sem er í byggð, verður aðgengilegt og öruggt fyrir gangandi gesti sem munu hafa kost á að skoða þar á tiltölulega litlu svæði mannvirki tengd raforkuvinnslu.

Helstu stærðir

  • Stærð vatnasviðs

    0km2
  • Virkjað rennsli

    0m3/s
  • Vatnsborð Hagalóns

    0m y.s.
  • Stærð lóns

    0km2
  • Lengd frárennslisganga

    0km
  • Lengd frárennslisskurðar

    0km
  • Virkjað fall

    0m
  • Orkuvinnslugeta

    0gwst/ári
  • Afl virkjunar

    0MW