Við hjá Landsvirkjun kappkostum að vera góðir grannar. Það gerum við m.a. með því að stuðla að jákvæðum samfélagsáhrifum af starfsemi fyrirtækisins, samhliða ábyrgri nýtingu auðlinda. Landsvirkjun kemur fram af heiðarleika og virðingu og hefur að leiðarljósi að nærsamfélagið njóti ávinnings af starfsemi fyrirtækisins, jafnt við undirbúning sem rekstur virkjana. Fyrirtækið leggur áherslu á uppbyggileg samskipti og samvinnu ásamt því að miðla upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins. Fyrirtækið tekur auk þess virkan þátt í samfélaginu með því að styðja við málefni og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsáhrif.
Landsvirkjun leggur áherslu á að styðja við nærsamfélög með kaupum á vöru og þjónustu þar sem þess er kostur. Fyrirtækið leggur sig fram um að eiga reglubundin samskipti við hagsmunaaðila í nærsamfélögum.
Þá hefur Landsvirkjun ásamt Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Landbúnaðarháskóla Íslands stofnað verkefnið Orkídeu sem hefur þá áherslu að vinna að nýjum tækifærum á svæðinu á sviði orkutengdrar matvælaframleiðslu og hjálpa sveitarfélögum við að þróa tækifæri til atvinnusköpunar í slíkum greinum.