Hálslón komið á yfirfall

31.07.2023Umhverfi

Hálslón, uppistöðulón Fljótsdalsstöðvar, er komið á yfirfall. Það þýðir að Jökulsá á Dal neðan virkjunar verður vatnsmikil, straumhörð og gruggug, þar á meðal í Stuðlagili.

Hálslón, uppistöðulón Fljótsdalsstöðvar, er komið á yfirfall. Það þýðir að Jökulsá á Dal neðan virkjunar verður vatnsmikil, straumhörð og gruggug, þar á meðal í Stuðlagili, sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna.

Hálslón fyllist síðsumars flest ár. Þá er vatni veitt um yfirfall við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúfurbarminum og þaðan steypist það í 90–100 m háum fossi, Hverfanda, niður í Hafrahvammagljúfur. Það er til marks um gríðarlegt afl fossins að hann getur orðið vatnsmeiri en Dettifoss. Líklegt er að lónið verði á yfirfalli fram í október/nóvember.

Hægt er að fylgjast með vatnshæð Hálslóns hér.