Viðskiptavinir

Iðnaður

Advania Data Centers

www.advaniadc.com

Advania Data Center hóf starfsemi árið 2014 og er hátæknifyrirtæki á sviði ofurtölvu, blockchain-tækni og tölvubúnaðar sem hannaður er til að hámarka reiknigetu. Landsvirkjun veitir gagnaverum Advania Data Center hluta af þeirri orku sem það nýtir.

Alcoa

www.alcoa.is

Álverið á Reyðarfirði er stærsta álver Íslands og framleiðir 346.000 tonn. Álverið er einnig nýjasta álverið af þremur hér á landi en starfsemi þess hófst árið 2007. Landsvirkjun veitir álverinu alla þá orku sem það nýtir.

Elkem

www.elkem.is

Kísiljárnsmiðjan á Grundartanga hóf rekstur árið 1979 og framleiddi 60.000 tonn á sínum fyrstu árum. Framleiðslugeta kísiljárnsmiðjunnar hefur nokkrum sinnum verið aukin frá þeim tíma en nú eru þar framleidd 120.000 tonn. Landsvirkjun sér fyrir allri orkuneyslu smiðjunnar.

Etix Everywh­ere Bor­eal­is

https://www.etixeverywhere.com/

Etix Everywh­ere Bor­eal­is rekur gagnaver á Blönduósi. Gagna­verið á Blönduósi er fyrsti stór­not­andi raf­magns sem teng­ist beint við tengi­virki Landsnets við Laxár­vatn í Blönduós­bæ.

Norðurál

www.nordural.is

Álverið á Grundartanga hóf starfsemi sína árið 1998 með 60.000 tonna framleiðslu. Núverandi framleiðslugeta álversins er 312.000 tonn. Landsvirkjun sér álverinu nú fyrir u.þ.b. 1/3 af þeirri orku sem nýtt er.

PCC BakkiSilicon

www.pcc.is

PCC BakkiSilicon hóf starfsemi árið 2018 í kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins á Bakka við Húsavík.

Reykjavík DC

https://reykjavikdc.is/

Landsvirkjun og Reykjavík DC, nýtt hátæknigagnaver í Reykjavík hafa undirritað grænan rafmagnssamning um afhendingu á allt að 12 MW til nýs gagnavers við Korputorg í Reykjavík. Gagnaverið hóf rekstur snemma árs 2020.

Rio Tinto

www.riotinto.is

Álverið í Hafnarfirði hóf starfsemi árið 1969 og framleiddi þá einungis 33.000 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðslugeta álversins verið aukin nokkrum sinnum og eru uppi áform um að auka hana enn frekar svo á árinu 2013 geti álverið framleitt allt að 225.000 tonn árlega. Landsvirkjun veitir álverinu alla þá orku sem það nýtir.

TDK Foil Iceland

foil.tdk-electronics.tdk.com

TDK á Akureyri hóf starfsemi árið 2008 og framleiðir aflþynnur fyrir rafgreiningarþétta. Landsvirkjun veitir þeim alla þá orku sem þarf í framleiðsluna.

Verne Global

www.verneglobal.com

Gagnaver Verne Global hóf starfsemi 2012 og veitir alþjóðlega gagnaversþjónustu á Íslandi. Starfsemin fer vaxandi og henni tengist öflugt frumkvöðlastarf þar sem alþjóðlegur gagnaversiðnaður er nýlega til kominn hér á landi. Landsvirkjun veitir gagnaveri Verne Global alla þá orku sem það nýtir.

Sölufyrirtæki

Landsnet

www.landsnet.is

Landsnet hf. var stofnað á grundvelli raforkulaga sem samþykkt voru á Alþingi á vormánuðum 2003. Hlutverk fyrirtækisins er að annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins.

Orkubú Vestfjarða

www.ov.is

Orkubú Vestfjarða hf. tók til starfa 1. júlí 2001 og er stofnað á grundvelli laga er samþykkt voru af Alþingi sama ár.

HS Orka

www.hsorka.is

HS Orka selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um allt land.

Orkusalan

www.orkusalan.is

Orkusalan var stofnuð í mars 2006 en formleg starfsemi hennar hófst í febrúar 2007. Orkusalan er dótturfyrirtæki RARIK og er tilgangur þess fyrst og fremst að sjá um framleiðslu, kaup og sölu á raforku í smásölu.

Orka náttúrunnar

www.on.is

Orka náttúrunnar er veitu- og þjónustufyrirtæki og er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sem tók við framleiðslu og sölu á rafmagni OR 1. janúar 2014. Fyrirtækið framleiðir og selur heitt vatn og kalt, rafmagn. Starfssvæði Orku náttúrunnar nær til Suður- og Vesturlands auk höfuðborgarsvæðisins.

Rafveita Reyðarfjarðar

Rafveita Reyðarfjarðar er fyrirtæki, sem Fjarðabyggð starfrækir á Búðareyri við Reyðarfjörð í þeim tilgangi, að dreifa raforku um þéttbýlið á Búðareyri og auk þess að selja raforku til heimilisnotkunar, iðnaðar og annarra þarfa.

Fallorka

www.fallorka.is

Fallorka kaupir og selur raforku um allt land ásamt því að byggja virkjanir til raforkuframleiðslu.