Ársskýrsla 2020

Endurnýjanleg orka í sjálfbærum heimi

Ávörp forstjóra og stjórnarformanns

Þekking

Sjálfbærni á erfiðu ári

Hörður ArnarsonForstjóri

Rekstur og afkoma Landsvirkjunar árið 2020 lituðust óhjákvæmilega af áhrifum heimsfaraldursins, sem hafði mikil áhrif á efnahagslífið á Íslandi og í heiminum öllum. Viðskiptavinir okkar drógu margir úr framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar og lækkandi afurðaverðs, auk þess sem orkuverð lækkaði mjög á mörkuðum, þótt sú þróun hafi að nokkru gengið til baka síðla árs.

Þróun

Fyrirhyggja og græn framtíð

Jónas Þór GuðmundssonStjórnarformaður

Í orkugeiranum gildir að hugsa fram í tímann. Virkjanir sem reistar eru í dag vinna rafmagn á morgun. Framkvæmdir taka oftast mörg ár og er ætlað að sinna orkuþörf framtíðar.

Það helsta frá árinu 2020

Reksturinn litaðist af erfiðum ytri aðstæðum á árinu 2020, lágu afurðaverði stórra viðskiptavina og rekstrartruflunum. Áfram gekk þó vel að lækka nettó skuldir og matsfyrirtæki hækkuðu einkunnir Landsvirkjunar á árínu.

15. janúar 2020

Raforkuverð til álvera á Íslandi samkeppnishæft

Álver á Íslandi standa vel að vígi þegar kemur að raforkukostnaði, en forskotið á álver annars staðar í heiminum minnkar þegar tekið er tillit til heildarkostnaðar. Þó er rekstur íslenskra álvera hagkvæmari en 2/3 álvera í heiminum.

16. mars 2020

Landsvirkjun gefur út fyrsta skuldabréfið á Bandaríkjamarkaði sem tengt er við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Árið 2019 voru haldnar vinnustofur með starfsfólki fyrirtækisins um allt land, þar sem vinnustaðamenningin okkar var rædd. Starfsfólkið deildi sýn sinni á vinnustaðinn og í kjölfarið voru sett niður níu markmið um bætta vinnumenningu.

28. apríl 2020

12 milljarða framkvæmdir og afslættir til stórnotenda

Landsvirkjun hyggst leggja um 12 milljarða króna til ýmissa nýframkvæmda, endurbóta og viðhalds á orkuvinnslusvæðum á næstu þremur árum, veita tímabundna afslætti af raforkuverði til viðskiptavina meðal stórnotenda sem nema um 1,5 milljörðum króna, undirbúa rannsóknar- og þróunarverkefni á Suðurlandi og Norðurlandi í samstarfi við hagaðila í nærsamfélaginu og flýta verkefnum á sviði stafrænnar þróunar.

2. maí 2020

Áfangi til nútímalegs lífs

„Í dag stönzum vér hér aðeins stundarhlé, eins og skáldið forðum, til þess að fagna þessum áfanga í framvindu lands og þjóðar til nútímalegs lífs,“ sagði forseti Íslands, dr. Kristján Eldjárn, þegar hann vígði Búrfellsstöð við hátíðlega athöfn fyrir 50 árum, 2. maí 1970.

28. maí 2020

Grænt vetni er umhverfisvænn orkugjafi

Landsvirkjun undirbýr nú hugsanlega vetnisvinnslu og til að byrja með telur fyrirtækið hentugt að hefja slíka vinnslu við Ljósafossstöð. Landsvirkjun hefur kynnt þann möguleika fyrir sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.

23. júní 2020

Fiskmjölsverksmiðjur umhverfisvænni og 83% rafvæddar

Rafmagn uppfyllir nú 83% af orkuþörf fiskmjölsverksmiðja og stefnt er að enn hærra hlutfalli á næstu árum. Átak Landsvirkjunar og Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda sl. þrjú ár, 2017-2019, hækkaði þetta hlutfall úr 75%.

10. júlí 2020

Orkídea, nýtt samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi

"Hér eru mikil og ónýtt tækifæri og þessu verkefni er ætlað að virkja það hugvit og auðlindir sem við erum svo rík af og verða tvímælalaust grundvöllur að hringrásarhagkerfinu og hagsæld íslensku þjóðarinnar í framtíðinni."

23. september 2020

Grænn farvegur fjárfestinga

Landsvirkjun hefur gefið út græn skuldabréf fyrir 150 milljónir Bandaríkjadollara, eða rúmlega 20 milljarða króna. Þetta er í annað skiptið sem fyrirtækið gefur út græn skuldabréf og líkt og í fyrra skiptið var eftirspurn margföld.

2. október 2020

Römmuð sýn uppsett á Þeistareykjum

Römmuð sýn, listaverk Jóns Grétars Ólafssonar arkitekts sem bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni um listaverk í nágrenni við jarðvarmastöðina að Þeistareykjum, er nú fullgerð og uppsett. Verkið verður vígt við hátíðlega athöfn þegar veðurfar og sóttvarnareglur leyfa fjöldasamkomur á ný.

29. október 2020

Sjálfbærni á Bakka

Landsvirkjun og Norðurþing ætla að greina möguleikana á að þróa áfram iðnaðarsvæðið á Bakka sem vistvænan iðngarð (e. eco-industrial park).

2. nóvember 2020

Ný göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá

Göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá verður tilbúin í ágúst á næsta ári, en nú er verið að steypa undirstöður hennar.

10. desember 2020

Landsvirkjun leiðandi í loftslagsmálum – fær einkunnina A- hjá alþjóðlegu samtökunum CDP, fyrst íslenskra fyrirtækja

Landsvirkjun er talin leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu. Þetta staðfestu alþjóðlegu samtökin CDP þegar Landsvirkjun fékk einkunnina A- fyrir stýringu eigin loftslagsáhrifa og afleiðinga loftslagsbreytinga á starfsemi fyrirtækisins.

Sjálfbærni á erfiðu ári

  • Rekstrartekjur

    $0m11%
  • Handbært fé frá rekstri

    $0m
  • Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði

    $0m21%
  • Nettó skuldir

    $0m15%
  • Uppsett afl

    0MW
  • 15 vatnsaflsstöðvar

    0MW
  • 3 jarðvarmastöðvar

    0MW
  • 2 vindmyllur

    0MW
  • Háspennulínur

    0km

Ársskýrsla Landsvirkjunar 2020

Ársskýrsla Landsvirkjunar hefur komið út með rafrænum hætti síðan 2013 og síðan 2014 hefur hún eingöngu birst á vefnum. Í ár kemur hún út með eilítið breyttu sniði, en þótt forsíðan sé sem fyrr hér á vefnum byggist hún að meginstofni til á pdf-skjölum.

Auk aðalskjalsins hér fyrir neðan eru sérskjöl fyrir ársreikning, loftslagsbókhald og gri-sjálfbærniskýrslu í valmyndinni hér fyrir ofan.