Virkjunarleyfi afgreitt fyrir Búrfellslund
Orkustofnun afgreiddi í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra.
Búið er að ganga frá tengisamningi við Landsnet og verið er að leggja lokahönd á samning um lands- og vindorkuréttindi við ríkið. Hvort tveggja eru mikilvægir áfangar í undirbúningsferli virkjunarkostsins.