Fjármögnun

Leggjum ríka áherslu á tryggt aðgengi fjármagns og fjölbreytt aðgengi að lánsfé

Til þess að tryggja aðgengi að fjármagni hefur Landsvirkjun, auk þess handbæra fjár sem fyrirtækið hefur á hverjum tíma, aðgang að veltiláni sem veitt er af viðskiptabönkum fyrirtækisins. Þá hefur fyrirtækið sótt fjármagn með lántökum og með útgáfu skuldabréfa á innlendum og erlendum mörkuðum. Fyrirtækið hefur fengið lán frá Evrópska fjárfestingabankanum (EIB) og Norræna fjárfestingabankanum (NIB) og í gegnum verktakafjármögnun í Evrópu og Japan.

Skuldabréf Landsvirkjunar í íslenskum krónum er skráð í kauphöll Nasdaq OMX Iceland en fyrirtækið hefur einnig gefið út græn skuldabréf á USPP markaðnum og í gegnum EMTN skuldabréfaramma sem staðfestur er af fjármálaeftirlitinu í Lúxemborg. Kauphöllin í Lúxemborg heldur utan um skuldabréf Landsvirkjunar sem eru skráð og gefin út undir EMTN rammanum.

Lánshæfismat

Lánshæfismat frá Moody's og S&P Global Ratings

   

 

Langtímaeinkunn
Skammtímaeinkunn
Horfur
Síðast uppfært
Nýjustu skýrslur

Moody's

Baa1
(P)P-2
Stöðugar
12/11/2019

S&P Global Ratings

BBB
A-2
Jákvæðar
21/03/2019
* Lánshæfismatsfyrirtækin meta einnig lánshæfi Landsvirkjunar með ríkisábyrgð en fyrirtækið er hætt lántöku og útgáfu skuldabréfa sem njóta ríkisábyrgðar. Frekari upplýsingar um lánshæfi með ríkisábyrgð má finna í skýrslum lánshæfismatsfyrirtækjanna.

Þróun lánshæfismats

Moody's

 Dagsetning Langtíma Skammtíma Horfur Skýrsla
12/11/2019 Baa1 (P)P-2 Stöðugar Hlekkur
23/03/2018 Baa2 (P)P-3 Stöðugar Hlekkur
05/09/2016 Baa3 (P)P-3 Stöðugar Hlekkur
01/07/2015 Ba1 (P)NP Stöðugar Hlekkur
26/07/2013 Ba2 (P)NP Stöðugar Hlekkur

 

S&P Global Ratings

 Dagsetning Langtíma Skammtíma Horfur Skýrsla
21/03/2019 BBB A-2 Jákvæðar Hlekkur
19/01/2016 BBB- A-3 Stöðugar Hlekkur
23/07/2015 BB+ B Stöðugar Hlekkur
28/02/2012 BB B Stöðugar Hlekkur
18/05/2011 BB B-1 Neikvæðar Hlekkur
20/10/2010 BB+ B-1 Neikvæðar Hlekkur
30/06/2009 BB B-1 Stöðugar Hlekkur
24/11/2008 BBB- A-3 Neikvæðar Hlekkur
07/10/2008 BBB A-3 Neikvæðar Hlekkur
30/09/2008 A- A-2 Neikvæðar Hlekkur
18/04/2008 A A-1 Neikvæðar Hlekkur
22/12/2006 A+ A-1 Neikvæðar Hlekkur
10/02/2005 AA- A-1+ Stöðugar Hlekkur
08/10/1997 A+ A-1+ Stöðugar Hlekkur