Höfuðstöðvar í hálfa öld
Orkufyrirtæki þjóðarinnar var í tæpa hálfa öld til húsa á Háaleitisbrautinni. Það húsnæði þótti ekki lengur hentugt fyrir starfsemina. Í júní í fyrra samþykkti stjórn fyrirtækisins að selja húsið, en Landsvirkjun hafði þá komið sér fyrir í húsnæði við Katrínartún þar sem hún mun hafa aðsetur þar til nýjar höfuðstöðvar verða tilbúnar. Þær er áformað að reisa austast á Bústaðavegi í Reykjavík, þar sem Landsvirkjun keypti lóðir í febrúar sl.
Húsið að Háaleitisbraut 68 var auglýst til sölu í apríl sl. og bárust sex tilboð. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hafði umsjón með söluferlinu.
Landsbyggð er fasteigna- og þróunarfélag sem sérhæfir sig í uppbyggingar- og umbreytingarverkefnum um allt land og hefur meðal annars staðið að uppbyggingunni í miðbæ Selfoss í gegnum dótturfélagið Sigtún þróunarfélag ehf. Í júlí sl. keypti Landsbyggð gömlu höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti 11 í Reykjavík, eitt af þekktari kennileitum miðborgarinnar, og vinnur nú að áætlunum um nýtingu þess.