Sektað fyrir of lágt raforkuverð
Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í dag að Landsvirkjun hafi selt Landsneti rafmagn á of lágu verði á árunum 2017 til 2021. Forsaga málsins er sú að til fjölda ára keypti Landsnet rafmagn í sérstökum útboðum. Um er að ræða rafmagn sem er Landsneti nauðsynlegt til að bæta upp fyrir orku sem tapast í flutningskerfinu, svokölluð flutningstöp. Landsnet annast rekstur flutningskerfisins og innheimtir kostnað af rekstri þess, þar á meðal vegna flutningstapa, frá notendum, þ.e. stórnotendum, heimilum, stofnunum og fyrirtækjum.