Viðgerð í Vatnsfelli

14.08.2025Orka, Fyrirtækið
Séð yfir Vatnsfellsstöð
Séð yfir Vatnsfellsstöð

Viðgerð í Vatnsfelli

Sjá meira um Vatnsfellsstöð

Leki kom upp nærri inntaksmannvirkjum Vatnsfellsstöðvar í byrjun ágúst. Ástæðan reyndist sprunga í jarðlögum, þvert á inntaksskurð stöðvarinnar.

Landsvirkjun stöðvaði rennsli úr Þórisvatni inn í inntakslón stöðvarinnar og opnaði botnrás til að tæma lónið. Því verki lauk í síðustu viku. Nú er unnið að nánari greiningum á stærð og dýpt sprungunnar í jarðlögunum og miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir má reikna með að Vatnsfellsstöð verði ekki í rekstri í allt að 2 mánuði.

Sex vatnsaflsstöðvar eru fyrir neðan Vatnsfell á Þjórsár- og Tungnaársvæði. Nóg vatn er nú í Krókslóni til að þær haldi áfram orkuvinnslu og ef þörf krefur verður hægt að hleypa meira vatni til þeirra úr Þórisvatni um botnrás Vatnsfells.

Bergið á svæðinu er jarðfræðilega ungt og ávallt hefur verið gert ráð fyrir að atburður af þessum toga gæti orðið. Rétt er að taka fram að starfsfólki á svæðinu er engin hætta búin og engum mannvirkjum á svæðinu er ógnað, en lögð verður áhersla á að lagfæra rofið í landinu sem allra fyrst.