Uppskeru­dagur Startup Orkídeu

25.03.2021Samfélag

Uppskerudagur Startup Orkídeu

Video frá lokadeginum á Youtube

Lokadagur Startup Orkídeu var haldinn hátíðlegur í Grósku hugmyndahúsi föstudaginn 19. mars. Þar kynntu sprotafyrirtækin fimm sem tekið hafa þátt í hraðlinum viðskiptahugmyndir sínar fyrir fjárfestum og öðrum hagaðilum. Opnunarerindi flutti Einar Mäntylä, stofnanda ORF líftækni og núverandi framkvæmdarstjóra Auðnu tæknitorgs.

Meðal lausna sem kynntar voru eru líftæknifyrirtæki sem nýtir plöntur sem sveigjanlegar framleiðslueiningar fyrir próteinafurðir og líftæknilyf og sjálfbær, vistvæn iðnaðarkol unnin úr lífmassa líkt og kindataði og hampi.

Markmiðið með hraðlinum er að aðstoða frumkvöðla við að þróa hugmyndir innan rótgróinna fyrirtækja ásamt því að byggja upp næstu kynslóð fyrirtækja á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni. Startup Orkídea felur í sér fræðslu og þjálfun og aðgang að breiðu tengslaneti sérfræðinga, svo sem reyndra frumkvöðla og fjárfesta. Þeim fyrirtækjum sem valin voru til þátttöku bauðst fyrsta flokks vinnuaðstaða í hugmyndahúsinu Grósku og 1 milljón kr. styrkur frá Landsvirkjun gegn kauprétti sem ætlað er að veita þeim svigrúm til að einbeita sér að nýsköpunarverkefnum sínum meðan á hraðlinum stendur.

  • Startup Orkídea er einstakur vettvangur fyrir þróun viðskiptahugmynda og nýsköpunarverkefna rótgrónari fyrirtækja sem vinna að sjálfbærum lausnum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni.
  • Viðskiptahraðallinn hófst þann 10. febrúar síðastliðinn og er haldinn í fyrsta sinn
  • Fimm teymi voru valin úr rúmlega 30 umsóknum sem bárust
  • Þessar þrjár vikur hafa teymin fengið aðgang að leiðsögn, tengslaneti og fagþekkingu sem á engan sinn líka á Íslandi
  • Um er að ræða samstarfsverkefni Icelandic Startups, Landsvirkjunar og Orkídeu