Tímafrekt viðhald stöðvaði sölu á skammtímaorku

08.07.2025Orka, Viðskipti

Landsvirkjun þurfti að loka fyrir raforkuviðskipti á skammtímamarkaði á viðskiptavef sínum í gær, mánudag, í kjölfar þess að viðhalds- og endurbótaverkefni á Þjórsársvæði reyndist tímafrekara en gert hafði verið ráð fyrir. Sala inn á skammtímamarkað hófst hins vegar að nýju síðdegis í dag, þriðjudaginn 8. júlí.

Framkvæmdir í Vatnsfellskurði árið 2024.
Framkvæmdir í Vatnsfellskurði árið 2024.

Tímafrekt viðhald stöðvaði sölu á skammtímaorku

Landsvirkjun þurfti að loka fyrir raforkuviðskipti á skammtímamarkaði á viðskiptavef sínum í gær, mánudag, í kjölfar þess að viðhalds- og endurbótaverkefni á Þjórsársvæði reyndist tímafrekara en gert hafði verið ráð fyrir. Sala inn á skammtímamarkað hófst hins vegar að nýju síðdegis í dag, þriðjudaginn 8. júlí.

Um liðna helgi átti verkefni við Vatnsfellsskurð og Þórisloku að vera lokið, en upp kom leki með loki þegar fylla átti lokugöng. Um Vatnsfellsskurð fer vatn úr Þórisvatni í gegnum Vatnsfellsvirkjun í Krókslón ofan Sigöldustöðvar og þaðan til annarra stöðva neðar á vatnasviðinu.

Vinna við Þórisloku hefur hindrað að vatn komist úr Þórisvatni og niður í Krókslón. Viðhaldsverkefnið reyndist viðameira en áður var ætlað svo það dróst á langinn. Vatnshæð Krókslóns var farin að nálgast neðstu rekstrarmörk og því var ákveðið að draga úr raforkuvinnslu og loka fyrir sölu skammtímaorku.

Þegar Landsvirkjun lokar fyrir sölu á skammtímaorku geta sölufyrirtæki raforku ekki keypt orku beint af orkufyrirtækinu með skömmum fyrirvara. Sala skammtímaorku er lítill hluti raforkusölu Landsvirkjunar, eða undir 1%, en sölufyrirtæki nýta þá orku gjarnan til þess að mæta ófyrirséðum frávikum, s.s. vegna bilana í eigin vinnslu eða vegna aukins álags, t.d. þegar óvenju kalt er í veðri. Rétt er að taka fram að skammtímaorka er í boði á markaðstorgum Vonarskarðs og Elmu. Þar hefur framboð verið umfram eftirspurn að undanförnu.

Viðhaldi lokið í Búrfelli

Þessi vandamál bættust við bilanir á vélum í Búrfelli, en þar hefur verið unnið að viðgerðum. Bilun var í rafala vélar 4 í Búrfelli og önnur vél var úti vegna viðhalds.

Sú vél var tekin aftur í notkun 8. júlí og þar með varð framboð á skammtímaorku á ný.

Skráning á póstlista

Skráðu þig á póstlista Landsvirkjunar. Við sendum reglulega út tölvupósta um viðburði og orkumál auk nýjustu frétta af fyrirtækinu.

Aðrar fréttir