Framkvæmdastjórn

Hörður Arnarson, forstjóri

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar er með PhD í rafmagnsverkfræði frá DTU í Danmörku.

Hörður lauk námi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1986. Að því loknu stundaði hann framhaldsnám við DTU í Danmörku og lauk doktorsprófi árið 1990.

Hörður starfaði hjá Marel frá árinu 1985 og þar af sem forstjóri fyrirtækisins í tíu ár frá 1999 til 2009.

Frá maí til nóvember árið 2009 gegndi Hörður starfi forstjóra Sjóvár og leiddi endurskipulagningu félagsins.

Skrifstofa forstjóra

Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri er með embætt­is­próf í lög­fræði frá Há­skóla Íslands, meist­aragráðu í alþjóðleg­um um­hverf­is­fræðum (LUMES) frá Há­skól­an­um í Lundi í Svíþjóð og LL.M. meist­ara­gráðu í Evr­ópu­rétti við laga­deild Há­skól­ans í Lundi. Hún hef­ur lagt stund á stjórn­un­ar­nám við Saïd Bus­iness School í Oxford há­skóla.

Hlutverkskrifstofu forstjóra er að annast sameiginleg málefni fyrirtækisins og stefnumótun, svo og að tryggja vandaða stjórnarhætti. Á skrifstofu forstjóra eru staðsett stoðsvið sem annast úrvinnslu sameiginlegra mála Landsvirkjunar.

Orkusvið

Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri er cand.oecon og með MSc gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Hlutverkorkusviðs er að uppfylla gerða orkusölusamninga við viðskiptavini með öryggi og hagkvæmni að leiðarljósi, sem og að tryggja hámarksnýtingu úr vinnslukerfi Landsvirkjunar.

Þróunarsvið

Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri er með PhD frá Colorado State University í byggingarverkfræði með áherslu á vatnaverkfræði.

Hlutverkþróunarsviðs er undirbúningur nýrra virkjunarkosta, ýmsar rannsóknir og eftirlit vegna virkjana í rekstri. Tryggja hagkvæma útfærslu á virkjunarkostum, auka sveigjanleika í orkuvinnslu, sjá um nýsköpun í orkuvinnslu og hafa langtímayfirsýn yfir orkuforða.

Framkvæmdasvið

Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri er með doktorsgráðu í straumfræði frá Massachusetts Institute of Technology (MIT).

Hlutverkframkvæmdasviðs er að stýra virkjunarframkvæmdum Landsvirkjunar frá undirbúningi að fullbúinni virkjun. Vaktar kostnað, gæði og framvindu verks og tryggir að framkvæmdinni sé skilað tilbúinni til rekstrar í samræmi við forsendur, áætlanir og þarfir fyrirtækisins.

Fjármálasvið

Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri er með MSc gráðu í fjármálum frá Boston College.

Hlutverkfjármálasviðs er að skapa grundvöll fyrir hagkvæmni í rekstri og stuðla að hámarksárangri hjá öllum einingum Landsvirkjunarsamstæðunnar.