Framkvæmdastjórn

Hörður Arnarson, forstjóri

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar er með PhD í rafmagnsverkfræði frá DTU í Danmörku.

Hörður lauk námi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1986. Að því loknu stundaði hann framhaldsnám við DTU í Danmörku og lauk doktorsprófi árið 1990.

Hörður starfaði hjá Marel frá árinu 1985 og þar af sem forstjóri fyrirtækisins í tíu ár frá 1999 til 2009.

Frá maí til nóvember árið 2009 gegndi Hörður starfi forstjóra Sjóvár og leiddi endurskipulagningu félagsins.

Viðskiptaþróun og nýsköpun

Ríkarður Ríkarðsson

Ríkarður Ríkarðsson útskrifaðist með BSc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá University of Denver árið 2000 og MSc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Stanford University árið 2002. Þá lauk hann námi í stjórnunarfræðum við IMD Business School árið 2017.

Sala og þjónusta

Tinna Traustadóttir

Tinna Traustadóttir útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017 með meistaragráðu í stjórnun og viðskiptum (MBA) og er einnig með MSc. í lyfjafræði frá Háskóla Íslands. Í tæplega 14 ár starfaði hún hjá Actavis og hlaut þar víðtæka reynslu af viðskiptaþróun og samningagerð í alþjóðlegu umhverfi. Á árunum 2005-2014 starfaði Tinna hjá Actavis í Bandaríkjunum, sem er stærsti lyfjamarkaður í heimi.

Samfélag og umhverfi

Jóna Bjarnadóttir

Jóna Bjarnadóttir hóf störf hjá Landsvirkjun árið 2014 en hefur frá árinu 2017 veitt deild umhverfis og auðlinda forstöðu. Hún er með meistaragráðu í umhverfisstjórnun og stefnumótun frá háskólanum í Lundi. Jóna hefur mikla reynslu af umhverfismálum og samvinnu við hagaðila.

Framkvæmdir

Ásbjörg Kristinsdóttir

Ásbjörg Kristinsdóttir hefur starfað hjá Landsvirkjun með hléum frá árinu 2002, undanfarin ár sem forstöðumaður á framkvæmdasviði. Ásbjörg stýrði byggingu Búrfellsstöðvar II, fyrst kvenna á Íslandi til að stýra slíku verkefni. Hún er með doktorspróf í verkfræði og stjórnun frá MIT.

Skrifstofa forstjóra

Kristín Linda Árnadóttir

Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri er með embætt­is­próf í lög­fræði frá Há­skóla Íslands, meist­aragráðu í alþjóðleg­um um­hverf­is­fræðum (LUMES) frá Há­skól­an­um í Lundi í Svíþjóð og LL.M. meist­ara­gráðu í Evr­ópu­rétti við laga­deild Há­skól­ans í Lundi. Hún hef­ur lagt stund á stjórn­un­ar­nám við Saïd Bus­iness School í Oxford há­skóla.

Vatnsafl

Gunnar Guðni Tómasson

Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri er með doktorsgráðu í straumfræði frá Massachusetts Institute of Technology (MIT).

Vindur og jarðvarmi

Einar Mathiesen

Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri er cand.oecon og með MSc gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Fjármál og upplýsingatækni

Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri er með MSc gráðu í fjármálum frá Boston College.