Viðskiptavinir

Iðnaður

Advania

www.advaniadc.com

Advania Data Centers hóf starfsemi árið 2014 og er stærsta gagnaverið á Íslandi. Fyrirtækið býður uppá fjölbreytta gagnaversþjónustu, m.a. aðgang að ofurtölvu-reikniafli í skýinu. Starfsemi fyrirtækisins fer fram á Steinhellu í Hafnarfirði og Fitjum í Reykjanesbæ. Landsvirkjun veitir gagnaverum Advania Data Centers hluta af því rafmagni sem það nýtir.

Alcoa

www.alcoa.is

Álverið á Reyðarfirði er stærsta álver Íslands og framleiðir 346.000 tonn. Álverið er einnig nýjasta álverið af þremur hér á landi en starfsemi þess hófst árið 2007. Landsvirkjun veitir álverinu alla þá orku sem það nýtir.

Elkem

www.elkem.is

Kísiljárnsmiðjan á Grundartanga hóf rekstur árið 1979 og framleiddi 60.000 tonn af járnblendi árlega á fyrstu árum sínum. Framleiðslugeta kísiljárnsmiðjunnar hefur nokkrum sinnum verið aukin frá þeim tíma en nú eru þar framleidd 120.000 tonn af járnblendi og er stór hluti þess sérvara. Landsvirkjun sér fyrir allri raforku sem nýtt er til framleiðslunnar.

Etix Everywh­ere Iceland

www.bdc.is

Etix Everywhere Iceland hóf rekstur gagnavers á Blönduósi á árinu 2019, en auk þess rekur fyrirtækið gagnaver í Reykjanesbæ. Umsvifin hafa aukist hratt undanfarin misseri og er Landsvirkjun meginbirgir versins á Blönduósi.

Norðurál

www.nordural.is

Álverið á Grundartanga hóf starfsemi sína árið 1998 með 60.000 tonna framleiðslu. Núverandi framleiðslugeta álversins er 312.000 tonn. Landsvirkjun sér álverinu nú fyrir u.þ.b. 1/3 af þeirri orku sem nýtt er.

PCC BakkiSilicon

www.pcc.is

PCC BakkiSilicon hóf rekstur á kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík á árinu 2018. Verksmiðjan framleiðir um 33.000 tonn af kísilmálmi. Landsvirkjun sér kísilmálmverksmiðjunni fyrir öllu því rafmagni sem hún nýtir.

Reykjavík DC

https://reykjavikdc.is/

Reykjavík DC er nýtt hátæknigagnaver í eigu Opinna kerfa, Sýnar, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Gagnaverið er við Korputorg í Reykjavík og hóf rekstur árið 2020.

Rio Tinto

www.riotinto.is

Álverið í Straumsvík í Hafnarfirði hóf starfsemi árið 1969 og framleiddi þá einungis 33.000 tonn af áli. Frá þeim tíma hefur framleiðslugeta álversins verið aukin nokkrum sinnum. Árið 2010 var rafmagnssamningur við álverið endurnýjaður og síðan hefur álverið aukið framleiðslu sína í um 211.000 tonn árlega. Landsvirkjun tryggir álverinu allt það rafmagn sem það nýtir.

TDK Foil Iceland

foil.tdk-electronics.tdk.com

Becromal breytti nafni sínu í TDK Foil Iceland á árinu 2018. Fyrirtækið hóf starfsemi á Akureyri árið 2008 og framleiðir aflþynnur fyrir þétta í rafeindabúnað. Landsvirkjun tryggir verksmiðjunni alla þá raforku sem þarf í framleiðsluna.

Verne Global

www.verneglobal.com

Gagnaver Verne Global er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og hóf starfsemi árið 2010. Viðskiptavinir Verne Global eru stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, árekstraprófana og erfða- og líftækni. Landsvirkjun tryggir gagnaverinu, sem er í Reykjanesbæ, allt það rafmagn sem það nýtir.

Sölufyrirtæki

Orka heimilanna

https://orkaheimilanna.is/

Orka heimilanna hóf starfsemi í ársbyrjun 2018 og selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um allt land.

Íslensk orkumiðlun

https://www.iom.is/

Íslensk Orkumiðlun var stofnuð árið 2017 og selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um allt land.

Landsnet

www.landsnet.is

Landsnet hf. var stofnað á grundvelli raforkulaga sem samþykkt voru á Alþingi á vormánuðum 2003. Hlutverk fyrirtækisins er að annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins.

Orkubú Vestfjarða

www.ov.is

Orkubú Vestfjarða hf. tók til starfa 1. júlí 2001 og er stofnað á grundvelli laga er samþykkt voru af Alþingi sama ár.

HS Orka

www.hsorka.is

HS Orka selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um allt land.

Orkusalan

www.orkusalan.is

Orkusalan var stofnuð í mars 2006 en formleg starfsemi hennar hófst í febrúar 2007. Orkusalan er dótturfyrirtæki RARIK og er tilgangur þess fyrst og fremst að sjá um framleiðslu, kaup og sölu á raforku í smásölu.

Orka náttúrunnar

www.on.is

Orka náttúrunnar er veitu- og þjónustufyrirtæki og er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sem tók við framleiðslu og sölu á rafmagni OR 1. janúar 2014. Fyrirtækið framleiðir og selur heitt vatn og kalt, rafmagn. Starfssvæði Orku náttúrunnar nær til Suður- og Vesturlands auk höfuðborgarsvæðisins.

Fallorka

www.fallorka.is

Fallorka kaupir og selur raforku um allt land ásamt því að byggja virkjanir til raforkuframleiðslu.